„Við erum fyrst og fremst að taka til“

Kristján og Þórdís segja tímabært að gera íslenskt regluverk aðgengilegt …
Kristján og Þórdís segja tímabært að gera íslenskt regluverk aðgengilegt og auðskiljanlegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegs erum við með flókið regluverk, í reglugerðum, í lögum og ekki síður í leyfis- umsóknum og umgjörðum í undirstofnunum okkar. Við ætlum að taka til í þessum efnum og reyna að einfalda sem mest það umhverfi sem rekstrinum er ætlað að starfa innan. Við erum einfaldlega að taka fyrsta litla skrefið í þeim efnum í dag,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. 

Hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  ferðamála- iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, kynntu í dag áætlan­ir um niður­fell­ingu yfir þúsund reglu­gerða og aðgerðir sem bein­ast að því að gera ís­lenskt reglu­verk aðgengi­legt og auðskilj­an­legt. Áætlað er að yfir þúsund reglu­gerðir á sviði sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar verði felld­ar brott. 

Frétt af mbl.is

Þó segir Kristján ekki að fyrirhugaðar aðgerðir séu stórtækar.

„Þetta eru í raun ekki stórar grundvallarbreytingar. Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úreltu regluverki sem hefur í raun engan tilgang, hefur bara hangið inni í kerfinu og svo erum við að vísu líka í þessu að fara að fella niður 90 reglugerðir og þá koma aðrar níu í staðinn svo þar er töluverð breyting.“

Rýna í eftirlitsreglur

Þórdís hefur nú þegar lagt fram frumvarp til laga vegna breytinganna og er það nú í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Kristján segir að nú sé verið að undirbúa frumvarp hjá hans ráðuneyti. 

„Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um það að við séum að hefja þessa vegferð og erum byrjuð að undirbúa frumvarp til laga. Við erum með frumvarp til laga í smíðum hjá okkur og svo er þriðji áfanginn hjá okkur þessi flóknasti sem eru eftirlitsreglurnar sem eru í gangi í laga- og regluverkinu sem fyrirtækjunum er ætlað að starfa eftir. Þar erum við komin á fullt í samráði við stofnanirnar okkar, við atvinnulífið og með Steingrím Ara Arason í forystu. Það kemur fram undir lok árs 2020.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK