„Við erum fyrst og fremst að taka til“

Kristján og Þórdís segja tímabært að gera íslenskt regluverk aðgengilegt …
Kristján og Þórdís segja tímabært að gera íslenskt regluverk aðgengilegt og auðskiljanlegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á sviði land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs erum við með flókið reglu­verk, í reglu­gerðum, í lög­um og ekki síður í leyf­is- um­sókn­um og um­gjörðum í und­ir­stofn­un­um okk­ar. Við ætl­um að taka til í þess­um efn­um og reyna að ein­falda sem mest það um­hverfi sem rekstr­in­um er ætlað að starfa inn­an. Við erum ein­fald­lega að taka fyrsta litla skrefið í þeim efn­um í dag,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðarráðherra. 

Hann og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir,  ferðamála- iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, kynntu í dag áætl­an­ir um niður­fell­ingu yfir þúsund reglu­gerða og aðgerðir sem bein­ast að því að gera ís­lenskt reglu­verk aðgengi­legt og auðskilj­an­legt. Áætlað er að yfir þúsund reglu­gerðir á sviði sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar verði felld­ar brott. 

Frétt af mbl.is

Þó seg­ir Kristján ekki að fyr­ir­hugaðar aðgerðir séu stór­tæk­ar.

„Þetta eru í raun ekki stór­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar. Við erum fyrst og fremst að taka til, henda út úr­eltu reglu­verki sem hef­ur í raun eng­an til­gang, hef­ur bara hangið inni í kerf­inu og svo erum við að vísu líka í þessu að fara að fella niður 90 reglu­gerðir og þá koma aðrar níu í staðinn svo þar er tölu­verð breyt­ing.“

Rýna í eft­ir­lits­regl­ur

Þór­dís hef­ur nú þegar lagt fram frum­varp til laga vegna breyt­ing­anna og er það nú í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Kristján seg­ir að nú sé verið að und­ir­búa frum­varp hjá hans ráðuneyti. 

„Í mín­um huga snýst þetta fyrst og fremst um það að við séum að hefja þessa veg­ferð og erum byrjuð að und­ir­búa frum­varp til laga. Við erum með frum­varp til laga í smíðum hjá okk­ur og svo er þriðji áfang­inn hjá okk­ur þessi flókn­asti sem eru eft­ir­lits­regl­urn­ar sem eru í gangi í laga- og reglu­verk­inu sem fyr­ir­tækj­un­um er ætlað að starfa eft­ir. Þar erum við kom­in á fullt í sam­ráði við stofn­an­irn­ar okk­ar, við at­vinnu­lífið og með Stein­grím Ara Ara­son í for­ystu. Það kem­ur fram und­ir lok árs 2020.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK