400 milljóna tap VÍS á þriðja ársfjórðungi

Trygg­inga­fé­lagið VÍS tapaði 394 millj­ón­um króna á þriðja fjórðungi árs­ins, en hagnaðist um 910 millj­ón­ir á sama tíma­bili ári áður. Hagnaður fyrstu níu mánaða árs­ins er hins veg­ar 1.798 millj­ón­ir og hef­ur hækkað úr 1.462 millj­ón­um frá því á sama tíma árið áður.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar er haft eft­ir Helga Bjarna­syni, for­stjóra VÍS, að upp­gjörið sýni vel sveifl­una í rekstri trygg­inga­fé­laga. „Á meðan níu mánaða upp­gjörið okk­ar er framúrsk­ar­andi og eitt það besta frá skrán­ingu með góðan hagnað og 12,4% arðsemi eig­in fjár þá lit­ast upp­gjör þriðja árs­fjórðungs m.a. af verri af­komu af skráðum hluta­bréf­um í eigu fé­lags­ins.“

Fé­lagið hef­ur upp­fært af­komu­spá sína fyr­ir þetta ár og er nú gert ráð fyr­ir að hagnaður fyr­ir skatta verði um 2,5 millj­arðar og ávöxt­un eig­in fjár verði um 15%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK