400 milljóna tap VÍS á þriðja ársfjórðungi

Tryggingafélagið VÍS tapaði 394 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins, en hagnaðist um 910 milljónir á sama tímabili ári áður. Hagnaður fyrstu níu mánaða ársins er hins vegar 1.798 milljónir og hefur hækkað úr 1.462 milljónum frá því á sama tíma árið áður.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að uppgjörið sýni vel sveifluna í rekstri tryggingafélaga. „Á meðan níu mánaða uppgjörið okkar er framúrskarandi og eitt það besta frá skráningu með góðan hagnað og 12,4% arðsemi eigin fjár þá litast uppgjör þriðja ársfjórðungs m.a. af verri afkomu af skráðum hlutabréfum í eigu félagsins.“

Félagið hefur uppfært afkomuspá sína fyrir þetta ár og er nú gert ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði um 2,5 milljarðar og ávöxtun eigin fjár verði um 15%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK