Skilur ekki hvernig þetta gat gerst allt í einu

„Góðu frétt­irn­ar eru þær að vá­trygg­ing­a­rekst­ur­inn gekk vel,“ sagði Sig­urður …
„Góðu frétt­irn­ar eru þær að vá­trygg­ing­a­rekst­ur­inn gekk vel,“ sagði Sig­urður Viðarsson forstjóri TM á upp­gjörs­fund­i félagsins í dag. Fjárfestingar félagsins gengu miður vel á þriðja ársfjórðungi. mbl.is/​Hari

„Ég veit ekki hvort nokk­ur viti al­menni­lega hvað ná­kvæm­lega gerðist, við höf­um bara fengið þau svör sem hafa verið birt í fjöl­miðlum og maður á svo­lítið erfitt með að ná utan um það hvernig þetta get­ur gerst allt í einu án þess að nokk­ur haft kveikt á því,“ seg­ir Sig­urður Viðars­son for­stjóri Trygg­inga­miðstöðvar­inn­ar í sam­tali við mbl.is, spurður út í það hvort TM hafi fengið ein­hverj­ar frek­ari skýr­ing­ar á því hvað varð þess vald­andi að eigið fé fjár­fest­inga­sjóðsins GAMMA: Novus reynd­ist hafa þurrk­ast úr er sjóður­inn var end­ur­met­inn í sum­ar eft­ir kaup Kviku banka á GAMMA.

TM varð fyr­ir rúm­lega 300 millj­óna króna fjár­hagstjóni vegna fjár­fest­ing­ar sinn­ar í sjóðnum og það var á meðal þess sem Sig­urður tjáði fund­ar­gest­um á upp­gjörs­fundi fé­lags­ins síðdeg­is í dag. Tap fé­lags­ins var 251 millj­ón króna þriðja árs­fjórðungi, sem skýrist af slæmri af­komu á fjár­fest­ing­ar­hlið starf­sem­inn­ar og þar á fjár­fest­ing­in í Novus-sjóðnum lang­stærst­an þátt.

„Góðu frétt­irn­ar eru þær að vá­trygg­ing­a­rekst­ur­inn gekk vel,“ sagði Sig­urður á upp­gjörs­fund­in­um, er hann greindi frá því að fram­legð vá­trygg­ing­a­rekst­urs­ins hefði verið 217 millj­ón­ir á þriðja árs­fjórðungi og al­mennt stefndi kjarn­a­starf­sem­in í góða átt þrátt fyr­ir að fjár­fest­ing­ar hefðu ekki skilað góðri af­komu á þess­um árs­fjórðungi, eft­ir að hafa skilað mikl­um hagnaði á fyrstu sex mánuðum árs­ins. Heilt yfir hef­ur TM hagn­ast um rúm­lega 1,5 millj­arða á fyrstu níu mánuðum árs­ins.

Sig­urður sá sig knú­inn til þess – er hann var að fara yfir fjár­fest­ing­ar TM í hinum ýmsu sjóðum og bréf­um – að taka sér­stak­lega fram fyr­ir viðstödd­um að þeir tveir sjóðir GAMMA sem fé­lagið á nú í væru eðlisólík­ir Novus-sjóðnum.

Hann sagði í sam­tali við blaðamann eft­ir fund­inn að TM bíði nú eins og aðrir eft­ir niður­stöðu úr þeirri könn­un sem sett hef­ur verið af stað vegna starf­semi Novus-sjóðsins og bætti við að boðað hefði verið til upp­lýs­inga­fund­ar fyr­ir hags­munaaðila á föstu­dag­inn.

Mik­il tæki­færi í kaup­um á Lykli

Fyrr í mánuðinum var greint frá því að TM hefði gengið frá kaup­um á fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Lykli. Sig­urður tjáði gest­um upp­gjörs­fund­ar­ins að í kaup­un­um, sem bíða samþykkt­ar sam­keppn­is­yf­ir­valda, fæl­ist tæki­færi til þess að stækka bæði fé­lög­in og að um yrði að ræða gríðarlegt fram­fara­skref fyr­ir TM og hlut­hafa þess. Sagði hann stefn­una að auka hagnað á hvern hlut í TM um 20-30% á kom­andi árum.

Tæki­fær­in, að sögn Sig­urðar, fel­ast í ýms­um sam­legðaráhrif­um fyr­ir­tækj­anna tveggja og því að nýta þau til þess að búa til heild­ar­lausn­ir fyr­ir viðskipta­vini. „Við telj­um líka að trygg­inga­fé­lagið geti hjálpað fjár­mögn­un­ar­fé­lag­inu á mörg­um sviðum, varðandi fjár­stýr­ingu, fjár­mögn­un og annað,“ sseg­ir Sig­urður, en stefn­an er TM – sem skráð er í kaup­höll – verði móður­fé­lag nýja fé­lags­ins, eign­ar­halds­fé­lag sem eigi ann­ars veg­ar trygg­inga­fé­lag og hins veg­ar fjár­fest­inga­fé­lag.

Höfuðstöðvar TM í Síðumúla.
Höfuðstöðvar TM í Síðumúla. mbl.is/​Arnþór

Spurður hvort hann telji að framtíð trygg­inga­fé­laga sé á þessa leið, að fara í aukn­um mæli út í aðra starf­semi til hliðar, seg­ir Sig­urður að hann telji að svo sé.

„Ég held að iðgjöld séu al­mennt frek­ar á niður­leið í heild­ina talið. Með allri þess­ari sjálf­virkni­væðingu, sjálf­keyr­andi bíl­um og öðru, þá minnka tjón sem ger­ir það að verk­um að það verður minni þörf fyr­ir trygg­ing­ar, trygg­inga­fé­lög­in. Þannig að ég held að til framtíðar þurfi trygg­inga­fé­lög að horfa á sína tekju­strauma á aðeins breiðari grunni,“ seg­ir for­stjór­inn.

Störf breyt­ast með tækni­fram­förum

Blaðamaður spurði hann einnig út í þau áhrif sem auk­in sjálf­virkni­væðing hefði á starfs­manna­hald. Má bú­ast við því að starfs­mönn­um í trygg­inga­starf­semi fækki á kom­andi árum?

„Það er eng­in spurn­ing að það eru tæki­færi í sjálf­virkni­væðingu, en það sem ger­ist í raun og veru er að störf­in breyt­ast. Fólk sem var á færi­band­inu áður er komið út í þróun. Við erum með gott dæmi hér, þar sem tjón voru af­greidd hjá starfs­manni árum en í gegn­um app í dag og nú er sá starfsmaður meira að hugsa um þróun á app­inu en að gera upp tjón. Störf­in breyt­ast og með tím­an­um kannski fækk­ar þeim eitt­hvað en mér hef­ur sýnst hingað til að þau hafi frek­ar færst úr fram­lín­u­starfs­mönn­um yfir í hug­búnaðar­geir­ann,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK