TM tapaði 251 milljón á þriðja ársfjórðungi

TM tapaði 251 milljón á þriðja ársfjórðungi.
TM tapaði 251 milljón á þriðja ársfjórðungi.

TM tapaði 251 millj­ón krón­um á þriðja árs­fjórðungi þessa árs, for­stjóri þess seg­ir að rekja megi tapið að öllu leyti til fjár­fest­inga­starf­semi. Hagnaður hafi verið af vá­trygg­inga­starf­semi fé­lags­ins.

Fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör sitt nú í dag eft­ir lok­un markaða. „Það er ánægju­legt að sjá grunn­rekst­ur­inn batna mikið milli ára og að vá­trygg­ing­a­rekst­ur­inn sé far­inn að skila já­kvæðri fram­legð. Fjár­fest­inga­tekj­ur eru mjög sveiflu­kennd­ar, eins og sést glöggt á því að fé­lagið skilaði sinni bestu fjár­fest­inga­af­komu frá skrán­ingu á öðrum árs­fjórðungi þessa árs, en nei­kvæðri ávöxt­un á þeim þriðja,“ er haft eft­ir Sig­urði Viðars­syni, for­stjóra TM í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Þá seg­ir hann að sveifl­ur í rekstr­in­um verði minni með kaup­um fé­lags­ins á Lykli fjár­mögn­un. „Fé­lagið áætl­ar að fyr­ir­vör­um um kaup á Lykli verði aflétt í lok árs­ins eða byrj­un þess næsta og Lyk­ill verði hluti af TM sam­stæðunni í fram­hald­inu.“

Tekj­ur vegna iðgjalda námu 4,2 millj­örðum á þriðja árs­fjórðungi, en tap vegna fjár­fest­inga nam 337 millj­ón­um. Sam­tals er hagnaður vegna fjár­fest­inga það sem af er ári 2,1 millj­arður. Hagnaður fé­lags­ins á fyrstu níu mánuðum árs­ins nem­ur 1,5 millj­arði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK