Skortur er á lánsfé í hagkerfinu

Horft til austurs eftir Smyrilshlíð í Vatnsmýri. Hundruð íbúða eru …
Horft til austurs eftir Smyrilshlíð í Vatnsmýri. Hundruð íbúða eru í uppbyggingu á svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir vísbendingar um að fjármálastofnanir hafi dregið úr útlánum til framkvæmda.

„Það virðist eiga við framkvæmdir almennt,“ segir Þorvaldur sem telur hugsanlegt að niðursveiflan sé að einhverju leyti tilkomin vegna takmarkaðra útlána bankanna. Að einhverju leyti hafi samverkandi þættir skapað ástandið.

Hann kveðst aðspurður ekki áður hafa upplifað þessa stöðu á markaði. „Vextir hafa lækkað mikið. Því er einkennilegt að það skili sér aðeins að litlu leyti til lántaka og að samhliða vaxtalækkunum skuli vera skortur á lánsfé,“ segir Þorvaldur.

ÞG verk er eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins. Það byggir íbúðir og atvinnuhúsnæði víða um land. Seðlabankinn greinir næst frá vaxtaákvörðun 6. nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka