Fjárhagslegri endurskipulagningu Upphafs lokið

mbl/Arnþór Birkisson

Vinnu við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Upp­hafs fast­eigna­fé­lags slhf. með út­gáfu for­gangs­skulda­bréfs að fjár­hæð 1 millj­arðs kr. er lokið.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Mána Atla­syni, fram­kvæmda­stjóra Gamma Capital Mana­gement. 

Fram kem­ur, að for­gangs­skuld­bréfið sé gefið út í kjöl­far þess að skil­mála­breyt­ing­ar á öðrum skuld­um fé­lags­ins hafi verið samþykkt­ar.

Fjár­mögn­un­in er til að ljúka fram­kvæmd­um á veg­um Upp­hafs, sem er með 277 íbúðir í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu. Áætluð verklok eru í lok árs 2020.

Upp­haf fast­eigna­fé­lag er að fullu í eigu fag­fjár­festa­sjóðsins GAMMA: Novus. Fé­lagið hef­ur frá stofn­degi byggt og selt yfir 400 íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu og hef­ur nú 277 íbúðir í bygg­ingu. GAMMA: Novus var stofnaður árið 2013, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK