Fjárhagslegri endurskipulagningu Upphafs lokið

mbl/Arnþór Birkisson

Vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu Upphafs fasteignafélags slhf. með útgáfu forgangsskuldabréfs að fjárhæð 1 milljarðs kr. er lokið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mána Atlasyni, framkvæmdastjóra Gamma Capital Management. 

Fram kemur, að forgangsskuldbréfið sé gefið út í kjölfar þess að skilmálabreytingar á öðrum skuldum félagsins hafi verið samþykktar.

Fjármögnunin er til að ljúka framkvæmdum á vegum Upphafs, sem er með 277 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu. Áætluð verklok eru í lok árs 2020.

Upphaf fasteignafélag er að fullu í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus. Félagið hefur frá stofndegi byggt og selt yfir 400 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú 277 íbúðir í byggingu. GAMMA: Novus var stofnaður árið 2013, að því er segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK