Tómas Már ráðinn forstjóri HS Orku

Tómas Már er genginn til liðs við HS Orku eftir …
Tómas Már er genginn til liðs við HS Orku eftir farsælan feril hjá Alcoa. Ljósmynd/Aðsend

Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku. Mun hann taka við starfinu frá og með næstu áramótum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku. Þar segir að Tómas Már komi til liðs við HS Orku eftir farsælan feril hjá Alcoa, þar sem hann gegndi stöðu aðstoðarforstjóra á heimsvísu.

Áður starfaði Tómas sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Norðuráli. Tómas Már er menntaður umhverfisverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í skipulagsverkfræði frá Cornell-háskólanum í New York. Hann hefur setið í fjölda stjórna og var m.a. formaður Viðskiptaráðs frá 2009-2012, sat í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2005-2011 og hefur verið í stjórn evrópskra álframleiðenda frá 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK