Setja 5,3 milljarða í Alvotech

Hátæknisetur Alvotech.
Hátæknisetur Alvotech. Ljósmynd/Aðsend

Fjárfestingafélagið Yas Holding hefur gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja. Virði samkomulagsins er um 5,3 milljarðar króna (45 milljónir Bandaríkjadala) og felur í sér að Yas fái markaðsleyfi fyrir þrjú líftæknilyf sem eru í þróun hjá Alvotech og verða markaðssett á næstu árum. Yas Holding verður jafnframt eigandi að 2,5% hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alvotech.

„Yas Holding er alþjóðlegur fjárfestingasjóður með höfuðstöðvar í Abú Dabí og bætist nú í hóp hluthafa Alvotech. Núverandi fjárfestingar YAS nema um 87 milljörðum króna, tekjur fyrirtækisins eru um 250 milljarðar króna á ári og þar starfa um 5.000 starfsmenn. Yas mun markaðssetja lyf Alvotech í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku með samstarfsfyrirtækjum sínum. Líftæknilyfin sem um ræðir eru í hópi söluhæstu lyfja heims í dag en hliðstæðulyf Alvotech verða markaðssett þegar einkaleyfi frumlyfja renna út,“ samkvæmt fréttatilkynningu.

Í desember 2018 var tilkynnt um kaup japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma á um 4,2% hlut í Alvotech fyrir um 6,2 milljarða króna. Eins og áður er Alvotech í meirihlutaeigu Aztiq Pharma, undir forystu Róberts Wessman, stofnanda og stjórnarformanns fyrirtækisins. Auk Yas og Fuji Pharma er systurfyrirtækið Alvogen stór hluthafi en þar eru fyrir einir stærstu fjárfestingasjóðir í heiminum í dag, CVC Capital Management og Temasek sem er fjárfestingasjóður Singapore. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka