Flugmenn og flugfreyjur Play verða í sama stéttarfélagi

Flugfélagið Play hefur gengið til samninga við Íslenska flugstéttarfélagið um …
Flugfélagið Play hefur gengið til samninga við Íslenska flugstéttarfélagið um kaup og kjör flugmanna og flugliða hjá félaginu. Haraldur Jónasson/Hari

Flug­fé­lagið Play hef­ur þegar gengið til samn­inga við Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið um gerð kjara­samn­inga við bæði flug­menn og flugliða, sam­kvæmt Maríu Mar­gréti Jó­hanns­dótt­ur sam­skipta­full­trúa flug­fé­lags­ins. Hún seg­ist lítið botna í at­huga­semd frá Alþýðusam­bandi Íslands sem send var út til fjöl­miðla síðdeg­is í dag. „ASÍ þarf eng­ar áhyggj­ur að hafa,“ seg­ir María.

Íslenska flug­stétt­ar­fé­lagið hét áður Íslenska flug­manna­fé­lagið (ÍFF) og var stétt­ar­fé­lag flug­manna sem störfuðu hjá WOW air. Flug­freyj­ur WOW air voru hins veg­ar í Flug­freyju­fé­lagi Íslands (FFÍ).

María Mar­grét seg­ir í sam­tali við blaðamann að í sum­ar hafi verið gerð laga­breyt­ing hjá stétt­ar­fé­lag­inu sem hafði það í för með sér að það gæti náð til fleiri starfs­stétta inn­an flug­geir­ans.

María Margrét Jóhannsdóttir samskiptafulltrúi flugfélagsins (t.v.) á kynningarfundi Play í …
María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir sam­skipta­full­trúi flug­fé­lags­ins (t.v.) á kynn­ing­ar­fundi Play í morg­un. Með henni á mynd­inni eru stofn­end­ur og stjórn­ar­menn fé­lags­ins. mbl.is/​Hari

ASÍ sagði í yf­ir­lýs­ingu sinni að það ætlaði að gera kröfu um að flug­fé­lagið Play myndi ganga til kjara­samn­inga um kjör starfs­manna sinna áður en það hefði sig til flugs og sagðist treysta því „að hið nýja fyr­ir­tæki ætli sér ekki að keppa á ís­lensk­um flug- og ferðamarkaði á grund­velli fé­lags­legra und­ir­boða.“

Í at­huga­semd ASÍ sagði jafn­framt að sam­bandið myndi „ekki láta það yfir ís­lenskt launa­fólk ganga að fé­lags­leg und­ir­boð og lög­brot fyr­ir­tækja eins og Pri­mera Air verði end­ur­tek­in eða lát­in átölu­laus af stjórn­völd­um.“

Yf­ir­lýs­ing­ar um að launa­kostnaði yrði haldið í lág­marki

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ. Ljós­mynd/​Val­g­arður Gísla­son

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ sagði, spurð um það hví ASÍ fyndi sig knúið til þess að koma þess­um at­huga­semd­um á fram­færi til hins nýja flug­fé­lags — sem hafði gefið það frá sér í dag að það hygg­ist vera með höfuðstöðvar sín­ar hér á landi og starfa sam­kvæmt ís­lensk­um kjara­samn­ing­um — að það væri af feng­inni reynslu.

„Við höf­um í gegn­um tíðina þurft að hafa af­skipti af flug­fé­lög­um og það er kannski ágætt að hafa í huga bar­áttu fyr­ir starfs­fólk Pri­mera Air í því sam­bandi. Við höf­um sér­stak­lega beint sjón­um okk­ar að flug­fé­lög­um og hvernig þau eru í kaup­um og kjör­um starfs­fólks. Við vit­um það að það hafa verið yf­ir­lýs­ing­ar í tengsl­um við stofn­un þessa nýja flug­fé­lags, á fyrri stig­um, um að halda launa­kostnaði niðri með ýms­um ráðum. Þess vegna erum við að skoða þetta sér­stak­lega,“ seg­ir Drífa í sam­tali við mbl.is og bætti við að ekki væri ljóst í hvaða kjara­samn­inga for­svars­menn Play hefðu verið að vísa í.

„Okk­ur vit­andi er ekki búið að gera kjara­samn­inga við þetta fyr­ir­tæki, þannig að þau þurfa að skýra það,“ sagði Drífa.

Blaðamaður hafði sam­band við full­trúa flug­fé­lags­ins í kjöl­farið og fékk þær skýr­ing­ar sem vísað er til hér í upp­hafi frétt­ar­inn­ar. ASÍ þyrfti eng­ar áhyggj­ur að hafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK