Forstjóri Boeing fær ekki bónusa

Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing.
Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing. AFP

Stjórnarformaður bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, David Calhoun, segir að forstjóri félagsins muni ekki þiggja kaupauka í ár vegna MAX-vélanna.  

Í síðasta mánuði ákvað stjórn Boeing að kjósa Calhoun stjórnarformann félagsins í stað Dennis Muilenburg en hann var bæði stjórnarformaður og forstjóri Boeing áður. Hann gegnir áfram starfi forstjóra en mjög hefur verið þrýst á að hann verði rekinn frá félaginu. Hann verður einnig áfram í framkvæmdastjórn félagsins. 

David Calhoun er þekktur fyrir hæfileika sína við að koma fyrirtækjum sem eiga í vandræðum inn á beina og um leið arðbæra braut að nýju. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK