Nýja flugfélagið heitir Play

Merki nýja flugfélagsins.
Merki nýja flugfélagsins. mbl.is/Hari

Flug­fé­lagið sem gengið hef­ur und­ir vinnu­heit­inu WAB mun fá nafnið Play. Ein­kenn­islit­ur nýja flug­fé­lags­ins er rauður. „Ástæðan fyr­ir því að við völd­um þenn­an rauða lit er ein­fald­lega ástríðan sem fylg­ir þess­um nýja lit,“ sagði Arn­ar Már Magnús­son for­stjóri.

Hann er einn fjög­urra stofn­enda, en hinir eru þeir Sveinn Ingi Steinþórs­son, sem hef­ur verið helsti talsmaður WAB-verk­efn­is­ins, Þórodd­ur Ari Þórodds­son og Bogi Guðmunds­son. 

Áætlan­ir nýja flug­fé­lags­ins eru nú kynnt­ar á fjöl­menn­um blaðamanna­fundi í Perlunni, en þessi kynn­ing hef­ur legið í loft­inu í nokkra mánuði.

Merki flugfélagsins Play í rauða einkennislitnum.
Merki flug­fé­lags­ins Play í rauða ein­kenn­islitn­um.

Fyrst heyrðist af stofn­un flug­fé­lags­ins í júlí­mánuði, en þá greindi Frétta­blaðið frá því að írski fjár­fest­inga­sjóður­inn Avi­anta Capital hefði skuld­bundið sig til þess að leggja nýja flug­fé­lag­inu til rúm­lega fimm millj­arða króna í hluta­fé. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort sá sjóður komi að verk­efn­inu.

Sveinn Ingi Steinþórs­son, sem er fyrr­ver­andi yf­ir­maður hag­deild­ar WOW air og fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs nýs fé­lags, sagði við fjöl­miðla nokkr­um dög­um síðar að sótt hefði verið um flugrekstr­ar­leyfi til Sam­göngu­stofu í lok júní. Þá sagði hann einnig að stefnt yrði að því að stofna ís­lenskt fé­lag með ís­lenskt starfs­fólk og flugrekstr­ar­leyfi.

Fé­lagið réð starfs­fólk og hóf starf­semi í byrj­un ág­úst á nýrri skrif­stofu á Reykja­vík­ur­vegi í Hafn­ar­f­irði, þar sem Acta­vis hafði áður aðstöðu. Sveinn Ingi sagði þá að ekk­ert myndi stoppa fé­lagið. „Ég er al­veg grjót­h­arður á þessu. Það er ekk­ert sem stopp­ar okk­ur þessa stund­ina.“ 

Frá blaðamannafundinum í Perlunni.
Frá blaðamanna­fund­in­um í Perlunni. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka