Nýja flugfélagið heitir Play

Merki nýja flugfélagsins.
Merki nýja flugfélagsins. mbl.is/Hari

Flugfélagið sem gengið hefur undir vinnuheitinu WAB mun fá nafnið Play. Einkennislitur nýja flugfélagsins er rauður. „Ástæðan fyrir því að við völdum þennan rauða lit er einfaldlega ástríðan sem fylgir þessum nýja lit,“ sagði Arnar Már Magnússon forstjóri.

Hann er einn fjögurra stofnenda, en hinir eru þeir Sveinn Ingi Steinþórsson, sem hefur verið helsti talsmaður WAB-verkefnisins, Þóroddur Ari Þóroddsson og Bogi Guðmundsson. 

Áætlanir nýja flugfélagsins eru nú kynntar á fjölmennum blaðamannafundi í Perlunni, en þessi kynning hefur legið í loftinu í nokkra mánuði.

Merki flugfélagsins Play í rauða einkennislitnum.
Merki flugfélagsins Play í rauða einkennislitnum.

Fyrst heyrðist af stofnun flugfélagsins í júlímánuði, en þá greindi Fréttablaðið frá því að írski fjár­fest­inga­sjóður­inn Avi­anta Capital hefði skuld­bundið sig til þess að leggja nýja flug­fé­lag­inu til rúm­lega fimm millj­arða króna í hluta­fé. Ekki liggur fyrir hvort sá sjóður komi að verkefninu.

Sveinn Ingi Steinþórsson, sem er fyrrverandi yfirmaður hagdeildar WOW air og framkvæmdastjóri fjármálasviðs nýs félags, sagði við fjölmiðla nokkrum dögum síðar að sótt hefði verið um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu í lok júní. Þá sagði hann einnig að stefnt yrði að því að stofna íslenskt félag með íslenskt starfsfólk og flugrekstrarleyfi.

Félagið réð starfsfólk og hóf starf­semi í byrj­un ág­úst á nýrri skrif­stofu á Reykja­vík­ur­vegi í Hafn­ar­f­irði, þar sem Acta­vis hafði áður aðstöðu. Sveinn Ingi sagði þá að ekk­ert myndi stoppa fé­lagið. „Ég er al­veg grjót­h­arður á þessu. Það er ekk­ert sem stopp­ar okk­ur þessa stund­ina.“ 

Frá blaðamannafundinum í Perlunni.
Frá blaðamannafundinum í Perlunni. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK