Sex flugvélar næsta vor

Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði.
Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði. mbl.is/Hari

Flug­fé­lagið Play áform­ar að hefja flug á tveim­ur Air­bus A320-flug­vél­um til sex áfangastaða í Evr­ópu nú í vet­ur. Svo verður fjór­um flug­vél­um sömu fjöl­skyldu bætt við í vor og flug hafið til Norður-Am­er­íku. Þetta kom fram í máli Arn­ars Más Magnús­son­ar, for­stjóra fé­lags­ins, á kynn­ing­ar­fundi í Perlunni í dag.

Sagði Arn­ar að fé­lagið væri ekki til­búið að svo stöddu að gefa upp til ná­kvæm­lega hvaða staða ætti að fljúga, en hug­mynda­fræðin væri að tengja Norður-Am­er­íku og Evr­ópu í gegn­um Ísland.

Sagði hann að núna í vet­ur væri farið til helstu borga og kannski tveggja sól­ar­land­astaða, en svo í vor þegar fleiri flug­vél­ar bæt­ast við myndi flug til Norður-Am­er­íku hefjast. Sagði hann að ein­hvern tíma myndi taka að fá leyfi til að fara til Norður-Am­er­íku eft­ir að flugrekstr­ar­leyfi á Íslandi kæmi til og því væri þessi bið.

mbl.is/​Hari

Áformað er að fljúga til fjög­urra stórra borga í Norður-Am­er­íku frá og með næsta vori.

Sagði Arn­ar að áfangastaðir yrðu gefn­ir upp þegar sala á miðum hæf­ist seinna í nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka