Farþegum fjölgar hjá Icelandair

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Farþegum Icelandair til Íslands fjölgaði í október og voru þeir tæplega 154 þúsund talsins eða um 16% fleiri en í október í fyrra. Þá jókst sætanýting félagsins og var 85.3% samanborið við 80.9% á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í flutningstölum sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Þar segir að það sem af er ári hafi Icelandair flutt um 1,6 milljón farþega til Íslands sem sé um 26% aukning frá árinu 2018. Farþegum frá Íslandi fjölgaði einnig í október miðað við sama tíma í fyrra eða um 15% og hefur fjölgað um 20% það sem af er ári. 

Skiptif­arþegum fé­lags­ins í október fækkaði um 24% og hefur fækkað um 8% það sem af er ári.

Heildarfarþegafjöldi Icelandair fyrstu tíu mánuði ársins er tæpar 3,9 milljónir og hefur farþegafjöldinn aukist um 8% á milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka