Ísland meira googlað

Sólfarið er eitt helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem hingað koma.
Sólfarið er eitt helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn sem hingað koma. mbl.is/Árni Sæberg

Spá Seðlabanka Íslands um fram­boð á flug­sæt­um til og frá Íslandi get­ur bæði verið of bjart­sýn eða of svart­sýn, seg­ir í Pen­inga­mál­um sem komu út í dag.

„Mik­ill sam­drátt­ur varð á flug­sæt­um til og frá land­inu í kjöl­far gjaldþrots WOW Air sl. vor. Icelanda­ir náði að ein­hverju leyti að mæta sam­drætt­in­um en kyrr­setn­ing nýrra Boeing 737 Max-þota fé­lags­ins gerði því erfiðara fyr­ir að auka sætafram­boð. Upp­haf­lega stóð til að vél­arn­ar yrðu fjórðung­ur af flota fyr­ir­tæk­is­ins í sum­ar en fljót­lega varð hins veg­ar ljóst að vél­arn­ar færu ekki í loftið fyrr en í haust og því var síðan frestað enn frek­ar eða til ára­móta. Ný­leg­ar frétt­ir benda til þess að það gangi ekki eft­ir og því ger­ir grunn­spá bank­ans ráð fyr­ir að vél­arn­ar verði ekki tekn­ar í notk­un fyrr en snemma á næsta ári og, ef það geng­ur ekki eft­ir, að Icelanda­ir tak­ist að verða sér úti um leigu­vél­ar í staðinn. Ekki er hins veg­ar úti­lokað að kyrr­setn­ing vél­anna vari leng­ur og að ekki tak­ist að leigja aðrar vél­ar í staðinn þar sem mörg önn­ur flug­fé­lög eru í svipaðri stöðu.

For­senda grunn­spár­inn­ar um fram­boð á flugi til og frá land­inu á næsta ári gæti því verið of bjart­sýn. For­senda grunn­spár­inn­ar um fram­boð á flugi til og frá land­inu gæti hins veg­ar einnig verið of svart­sýn í ljósi frétta af nýj­um flug­fé­lög­um sem eru að rísa úr ösku hins fallna WOW Air. Það fé­lag sem virðist lengst komið hef­ur þegar sótt um flugrekstr­ar­leyfi og hyggst hefja starf­semi á næsta ári. Þá gætu alþjóðleg flug­fé­lög sem þegar fljúga til lands­ins aukið um­svif sín meira en grunn­spá­in ger­ir ráð fyr­ir,“ seg­ir í Pen­inga­mál­um.

Flugferðum til og frá landinu fækkaði alls um 29% milli …
Flug­ferðum til og frá land­inu fækkaði alls um 29% milli ára á þriðja fjórðungi árs­ins.

Ferðaþjón­ust­an veg­ur þungt í sam­drætti

Útflutn­ing­ur á vöru og þjón­ustu dróst sam­an um 6,9% milli ára á öðrum árs­fjórðungi en á fyrri hluta árs­ins nam sam­drátt­ur­inn 2,8% sem er lít­il­lega minni sam­drátt­ur en gert hafði verið ráð fyr­ir í ág­úst­spá bank­ans.

Þjón­ustu­út­flutn­ing­ur dróst sam­an um 9,2% á fyrri hluta árs­ins en þar veg­ur sam­drátt­ur í út­flutn­ingi tengd­um ferðaþjón­ustu þungt. Hann má að lang­mestu leyti rekja til gjaldþrots flug­fé­lags­ins WOW Air og minni aukn­ingu sætafram­boðs Icelanda­ir vegna kyrr­setn­ing­ar nýrra Boeing 737 Max-þota þeirra. Einnig dróg­ust út­flutn­ings­tekj­ur af er­lend­um ferðamönn­um hér á landi sam­an en á móti mik­illi fækk­un ferðamanna vó um­tals­verð aukn­ing meðal­út­gjalda á hvern ferðamann.

Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyrirætlanir félagsins á flugmarkaði.
Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, kynnti fyr­ir­ætlan­ir fé­lags­ins á flug­markaði. mbl.is/​Hari

Sam­drátt­ur í út­flutn­ingi á sjáv­ar­fangi og áli

Vöru­út­flutn­ing­ur dróst sam­an um 2,9% á öðrum árs­fjórðungi einkum vegna mik­ils sam­drátt­ar út­flutn­ings sjáv­ar­af­urða þar sem eng­ar afla­heim­ild­ir voru gefn­ar út fyr­ir loðnu í ár. Útflutn­ing­ur á áli dróst einnig sam­an milli ára en á móti jókst út­flutn­ing­ur á ýms­um iðnaðar­vör­um.

„Þrátt fyr­ir sam­drátt vöru­út­flutn­ings á öðrum fjórðungi mæld­ist rúm­lega 3% aukn­ing vöru­út­flutn­ings milli ára á fyrri hluta árs­ins. Aukn­ing­in skýrist hins veg­ar að um­tals­verðu leyti af út­flutn­ingi skipa og flug­véla sem má að mestu leyti rekja til sölu flug­véla úr rekstri WOW Air. Án út­flutn­ings á skip­um og flug­vél­um mæld­ist 7,1% sam­drátt­ur út­flutn­ings vöru og þjón­ustu á fyrri hluta árs­ins.“

AFP

17% fækk­un ferðamanna

Miðað við þróun út­gjalda er­lendra ferðamanna hér á landi eru horf­ur á að út­flutt ferðalög drag­ist enn frek­ar sam­an á seinni hluta árs­ins en þó minna en spáð var í ág­úst. Er­lend­um ferðamönn­um fækkaði um 17% milli ára á þriðja árs­fjórðungi sem er held­ur minni fækk­un en á öðrum fjórðungi og minni en gert var ráð fyr­ir í ág­úst­spánni.

Á sama tíma benda korta­veltu­töl­ur til þess að meðaleyðsla ferðamanna hafi auk­ist nokkuð um­fram það sem þá var gert ráð fyr­ir. Aðrar vís­bend­ing­ar benda einnig til þess að tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar hafi dreg­ist minna sam­an en ætla mætti út frá fækk­un ferðamanna.

Horf­ur versnað á ný

„Landa­mær­a­rann­sókn Ferðamála­stofu og Hag­stof­unn­ar bend­ir t.d. til þess að ferðamenn dvelji að meðaltali leng­ur á land­inu. Þá fjölgaði gistinátt­um er­lendra ferðamanna á hót­el­um um 0,7% milli ára á þriðja fjórðungi en á móti veg­ur þó sam­drátt­ur á öðrum gisti­mögu­leik­um. Einnig fækkaði gistinátt­um er­lendra ferðamanna í heild mun minna en sem nam fækk­un ferðamanna á fyrri helm­ingi árs­ins.

Aukna ásókn í hót­elg­ist­ingu og meiri veltu á hvern ferðamann má mögu­lega rekja til þess að sam­setn­ing ferðamanna sem koma til lands­ins hef­ur breyst sem og neyslu­hegðun þeirra í kjöl­far hlut­falls­lega minni um­svifa lággjalda­flug­fé­laga á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þá bend­ir fjöldi Google-leita tengdra Íslands­ferðum til þess að áhugi á Íslandi sé mögu­lega að aukast á ný.

Horf­ur um flug­sam­göng­ur hafa hins veg­ar versnað og óvissa um þær er ennþá mik­il. Helstu hag­vís­ar fyr­ir þriðja árs­fjórðung, sem er há­anna­tími í ferðaþjón­ustu á Íslandi, sýna held­ur meiri sam­drátt út­flutn­ingstekna af flug­sam­göng­um hjá inn­lend­um fé­lög­um en bú­ist var við í ág­úst sak­ir meiri lækk­un­ar flug­far­gjalda og lægra nýt­ing­ar­hlut­falls.

Flug­ferðum til og frá land­inu fækkaði alls um 29% milli ára á þriðja fjórðungi árs­ins. Á móti minna sætafram­boði inn­lendra flug­fé­laga kom hins veg­ar aukn­ing á sætafram­boði er­lendra flug­fé­laga. Bú­ist er við að sætafram­boð til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli verði 22% minna á næstu tveim­ur árs­fjórðung­um en á sama tíma í fyrra,“ seg­ir í Pen­inga­mál­um Seðlabanka Íslands.

AFP

Aukið fram­boð er­lendra flug­fé­laga á móti minna fram­boði flug­sæta hjá inn­lend­um flug­fé­lög­um veg­ur þar þyngst og stefn­ir markaðshlut­deild er­lendra fé­laga að öðru óbreyttu í að vera liðlega þriðjung­ur í vetr­aráætl­un Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Áhrifa kyrr­setn­ing­ar MAX-þota Icelanda­ir gæt­ir enn þá í áætl­un þeirra og óvissa um flota­mál fé­lags­ins ásamt verri efna­hags­horf­um á heimsvísu gera það að verk­um að spá­in fyr­ir út­flutt­ar sam­göng­ur hef­ur verið færð niður í ár og fyr­ir næsta ár. Á heild­ina litið er því út­lit fyr­ir að það bæti í sam­drátt í ferðaþjón­ustu á seinni helm­ingi þessa árs og að í heild drag­ist út­flutt þjón­usta sam­an um tæp­lega 12% á ár­inu öllu en í ág­úst var gert ráð fyr­ir liðlega 11% sam­drætti.

Óviss­an í geng­is­mál­um minni en í sum­ar

Grunn­spá Seðlabank­ans ger­ir ráð fyr­ir að gengi krón­unn­ar breyt­ist lítið á næstu miss­er­um. Um þessa for­sendu er tölu­verð óvissa sem end­ur­spegl­ar þá efna­hagsþætti sem í meg­in­at­riðum ráða geng­isþró­un­inni eins og t.d. hag­vaxt­ar­horf­ur hér og er­lend­is, þróun vaxtamun­ar gagn­vart út­lönd­um og horf­ur um viðskipta­kjör þjóðarbús­ins.

Óvissa um geng­is­horf­ur virðist þó held­ur minni nú en í fyrra út frá sund­ur­leitni í vænt­ing­um markaðsaðila um gengi krón­unn­ar á næstu tveim­ur árum, sam­kvæmt grein í Pen­inga­mál­um. Sund­ur­leitn­in er minni nú en hún var í lok síðasta árs en hún hafði auk­ist fram eft­ir ár­inu með vax­andi áhyggj­um af kjara­samn­ing­um og al­menn­um efna­hags­horf­um. 

„Gengi krón­unn­ar lækkaði haustið 2018 í kjöl­far frétta af fjár­mögn­un­ar­vanda flug­fé­lags­ins WOW Air og vegna rýrn­un­ar viðskipta­kjara. Á sama tíma fór að bera á auk­inni svart­sýni um efna­hags­horf­ur og niður­stöðu kjara­samn­inga. Gengið hélst til­tölu­lega stöðugt á fyrri hluta þessa árs þrátt fyr­ir gjaldþrot WOW Air og áhyggj­ur af snörp­um viðsnún­ingi í efna­hags­mál­um. Það hef­ur einnig verið nokkuð stöðugt það sem af er hausti eft­ir tíma­bundn­ar sveifl­ur í sum­ar og er það 0,7% lægra nú en það var við út­gáfu Pen­inga­mála í ág­úst.“

Keyptu gjald­eyri fyr­ir 2 millj­arða

Frá því í ág­úst hef­ur Seðlabank­inn einu sinni beitt inn­grip­um og keypt gjald­eyri fyr­ir um 2 ma.kr. sem nam um 8% af heild­ar­veltu á markaðnum á tíma­bil­inu. Markaðsaðilar vænta lít­illa breyt­inga á gengi krón­unn­ar

Sam­kvæmt könn­un bank­ans á vænt­ing­um markaðsaðila sem gerð var í lok októ­ber bú­ast þeir við að gengi krón­unn­ar verði nær óbreytt gagn­vart evru í októ­ber á næsta ári en lít­il­lega lægra að tveim­ur árum liðnum. Þetta er í takt við vænt­ing­ar þeirra í sam­bæri­legri könn­un frá ág­úst sl. Sund­ur­leitni í svör­um markaðsaðila hef­ur minnkað frá ára­mót­um sem gæti bent til þess að þeir telji að óvissa um geng­is­horf­ur sé minni en hún var sl. haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK