Leita meira fjármagns

Arn­ar Már Magnúson er forstjóri hins nýja flugfélags.
Arn­ar Már Magnúson er forstjóri hins nýja flugfélags. Haraldur Jónasson/Hari

Forsvarsmenn flugfélagsins Play, sem kynnt var til sögunnar á blaðamannafundi í Perlunni í gær, leggja höfuðáherslu á að fjármögnun félagsins sé tryggð þegar vélar þess fara í loftið. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að áætlanir geri ráð fyrir að fyrstu ferðir þess séu á áætlun í desembermánuði.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að fjármögnun félagsins sé nú þegar tryggð. Það staðfesti Jóhann M. Ólafsson, forstjóri Íslenskra verðbréfa, í samtali við ViðskiptaMoggann seint í gærkvöldi.

„Búið er að tryggja grunnfjármögnun að uppfylltum ákveðnum fyrirvörum og skilyrðum, svo sem endanlega veitingu flugrekstrarleyfis,“ sagði hann í skriflegu svari til blaðsins.

Benti hann einnig á að á komandi dögum yrði unnið að því að styrkja enn fjárhagslega stöðu félagsins með aðkomu fjárfesta eða lánardrottna.

Á fyrrnefndum kynningarfundi í gær kom fram að 80% fjármögnunar félagsins kæmi frá útlöndum og hefur breskur fjárfestingarsjóður verið nefndur í því sambandi. Vilja forsvarsmenn Play þó ekki gefa upp hvaða sjóð er um að ræða. Hins vegar muni 20% fjármögnunarinnar koma frá Íslandi.

ViðskiptaMogginn hefur ítrekað leitað eftir upplýsingum um hvernig svokölluð „grunnfjármögnun“ félagsins sé skilgreind en forsvarsmenn Play vilja ekkert gefa upp um það. Þá hefur ekki fengist gefið upp að hversu miklu leyti félagið verður fjármagnað með hlutafjárframlögum og hins vegar lánsfjármagni. Þá liggur ekki fyrir hvort erlend fjármögnun verði í formi hlutafjár eða lánveitinga.

Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka