Leita meira fjármagns

Arn­ar Már Magnúson er forstjóri hins nýja flugfélags.
Arn­ar Már Magnúson er forstjóri hins nýja flugfélags. Haraldur Jónasson/Hari

For­svars­menn flug­fé­lags­ins Play, sem kynnt var til sög­unn­ar á blaðamanna­fundi í Perlunni í gær, leggja höfuðáherslu á að fjár­mögn­un fé­lags­ins sé tryggð þegar vél­ar þess fara í loftið. Heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að áætlan­ir geri ráð fyr­ir að fyrstu ferðir þess séu á áætl­un í des­em­ber­mánuði.

Fram hef­ur komið í fjöl­miðlum að fjár­mögn­un fé­lags­ins sé nú þegar tryggð. Það staðfesti Jó­hann M. Ólafs­son, for­stjóri Íslenskra verðbréfa, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann seint í gær­kvöldi.

„Búið er að tryggja grunn­fjár­mögn­un að upp­fyllt­um ákveðnum fyr­ir­vör­um og skil­yrðum, svo sem end­an­lega veit­ingu flugrekstr­ar­leyf­is,“ sagði hann í skrif­legu svari til blaðsins.

Benti hann einnig á að á kom­andi dög­um yrði unnið að því að styrkja enn fjár­hags­lega stöðu fé­lags­ins með aðkomu fjár­festa eða lán­ar­drottna.

Á fyrr­nefnd­um kynn­ing­ar­fundi í gær kom fram að 80% fjár­mögn­un­ar fé­lags­ins kæmi frá út­lönd­um og hef­ur bresk­ur fjár­fest­ing­ar­sjóður verið nefnd­ur í því sam­bandi. Vilja for­svars­menn Play þó ekki gefa upp hvaða sjóð er um að ræða. Hins veg­ar muni 20% fjár­mögn­un­ar­inn­ar koma frá Íslandi.

ViðskiptaMogg­inn hef­ur ít­rekað leitað eft­ir upp­lýs­ing­um um hvernig svo­kölluð „grunn­fjár­mögn­un“ fé­lags­ins sé skil­greind en for­svars­menn Play vilja ekk­ert gefa upp um það. Þá hef­ur ekki feng­ist gefið upp að hversu miklu leyti fé­lagið verður fjár­magnað með hluta­fjár­fram­lög­um og hins veg­ar láns­fjár­magni. Þá ligg­ur ekki fyr­ir hvort er­lend fjár­mögn­un verði í formi hluta­fjár eða lán­veit­inga.

Frétt­ina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka