Þurfa að loka reikningum í Sviss

UBS bankinn leyfir ekki þeim sem hafa heimilisfesti hér á …
UBS bankinn leyfir ekki þeim sem hafa heimilisfesti hér á landi að eiga reikninga í bankanum. AFP

Íslendingar sem hafa flutt heimilisfesti frá Sviss til Íslands á árinu hafa þurft að loka öllum reikningum sínum í svissneska bankanum UBS. Ástæðan virðist vera óljóst regluverk hér á landi um nokkurt skeið en í ákvörðuninni er vísað almennt til athugasemda bankans vegna reglugerða (e. regulatory considerations). Þetta kemur fram í gögnum sem ViðskiptaMogginn hefur séð. Á þetta einnig við um lögaðila.

Ísland var sett á gráan lista Financial Action Task Force-samstarfshópsins (e. FATF) vegna ónógra varna gegn peningaþvætti í síðasta mánuði og herma heimildir ViðskiptaMoggans að sú ráðstöfun hafi í raun staðfest áðurnefnda afstöðu bankans til þeirra einstaklinga eða lögaðila sem hafa heimilisfesti á Íslandi og hafa átt í viðskiptum við bankann. Í nýlegri frétt á vefsíðu svissneska fjármálaeftirlitsins, þar sem vísað er til fundar FATF í síðasta mánuði er Ísland var sett á gráa listann, kallar eftirlitið eftir því að þarlendar fjármálastofnanir taki upplýsingar frá FATF til greina þegar kemur að áhættustýringu.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK