Fjórar höfuðborgir og tveir sólarferðastaðir

Play hyggst byrja á því að fljúga til þessara sex …
Play hyggst byrja á því að fljúga til þessara sex áfangastaða í Evrópu, en ráðgerir að fljúga til Norður-Ameríku þegar flugvélaflotinn stækkar. mbl.is/Hari

Áfangastaðirn­ir sex sem flug­fé­lagið Play horf­ir til þess að fljúga til í upp­hafi eru Kaup­manna­höfn, London, Par­ís, Berlín, Alican­te og Teneri­fe. María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir, sam­skipta­full­trúi flug­fé­lags­ins, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að Play ræði nú við flug­velli á þess­um áfanga­stöðum um að hefja flug þangað.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að þess­ir áfangastaðir hefðu verið kynnt­ir fyr­ir inn­lend­um fjár­fest­um í síðustu viku, auk marg­vís­legra annarra upp­lýs­inga um áform fé­lags­ins og fjár­mögn­un.

María Mar­grét seg­ir að hlut­irn­ir geti þó enn breyst og flugáætl­un fé­lags­ins verði kynnt ræki­lega þegar hún verður al­veg staðfest, „mjög fljót­lega“. Aðspurð seg­ir hún að Play sé ekki að horfa til neinna annarra áfangastaða í Evr­ópu sem stend­ur.

„Það er ekk­ert end­an­lega komið neitt, ann­ars vær­um við búin að til­kynna þetta allt sam­an,“ seg­ir María Mar­grét.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka