Lög sem banna auglýsingar og netsölu rafsígarettna tóku gildi í Kína í síðustu viku. Eru lögin sett að fyrirskipan stjórnvalda, sem hafa miklar áhyggjur af aukinni nikótínfíkn þar í landi. Í tilkynningu sem kínversk stjórnvöld sendu frá sér kemur fram að hvorki sé hvorki leyfilegt að selja né auglýsa rafsígarettur.
Stærstu netsölur landsins, þar á meðal Alibaba Group, hafa brugðist við yfirlýsingunni og sagst munu fylgja fyrirmælum yfirvalda. Mikill vöxtur hefur verið í sölu rafsígarettna í Kína, en það má m.a. rekja til greiðara aðgengis að slíkum vörum á netinu.
Stjórnvöld í Kína hafa áður gripið til aðgerða sem miða að því að draga úr notkun framangreindra neysluvara, en í ágúst fyrr á þessu ári var aldurstakmark þeirra sem keypt geta rafrettur hækkað í 18 ár. Talið er að með aðgerðunum vilji stjórnvöld tryggja að markmið um fækkun reykingamanna úr 26% í 20% verði að veruleika fyrir árið 2030. Alls notast um 10 milljónir Kínverja við rafrettur.