Isavia skipt í þrennt um áramót

Keflavíkurflugvöllur. Mynd úr safni.
Keflavíkurflugvöllur. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stendur að skipta Isavia í þrennt um áramót. Mun móðurfélagið sjá um rekstur Keflavíkurflugvallar og stoðdeildir, en dótturfélög verða stofnuð um innanlandsflugvelli og flugleiðsögukerfi á Norður-Atlantshafi.

RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að þrjár ólíkar kjarnaeiningar séu nú innan Isavia.  Þær séu rekstur innanlandsflugs, sem sé að mestu fjármagnaður af ríkinu og sé í raun almenningssamgöngukerfi. Flugleiðsagan yfir Norður-Atlantshafið byggi svo á milliríkjasamningi sem tryggi sveiflujöfnun á hagnaði og tapi og í þriðja lagi sé síðan rekstur Keflavíkurflugvallar, sem sé í miklu samkeppnisumhverfi. 

„Þannig að við erum með þarna þrjár mjög ólíkar rekstrareiningar undir sama hatti,“ hefur RÚV eftir Sveinbirni sem segir skiptinguna gerða til að skýra línur og veita rekstrareiningunum aukið sjálfstæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK