Sigmar opnar mínígolfveröld í 1.850 fermetra rými

Sigmar fékk innblástur fyrir verkefnið frá Swingers: The Crazy Golfclub …
Sigmar fékk innblástur fyrir verkefnið frá Swingers: The Crazy Golfclub í Lundúnum.

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður ráðgerir á næsta ári að opna nýjan afþreyingarstað í 1.850 fermetra húsnæði við Skútuvog 2, eigi síðar en 12. júní nk. þegar Evrópumótið í knattspyrnu karla hefst.

Vodafone var áður til húsa á þessum stað og hefur Sigmar gengið frá leigusamningi við fasteignafélagið Regin.

Á staðnum hyggst Sigmar reka tvo níu holu mínígolfvelli, sportbar og veitingastað. Vinnuheiti fyrir þennan stað er MiniGolf veröldin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er í raun og veru „all-in“ fjárfesting. Og ég væri ekki að taka þetta stóra skref nema ég tryði því að þetta væri frábær hugmynd,“ segir Sigmar í samtali við Morgunblaðið en fyrir er Sigmar helmingshluthafi í Hlöllabátum, sem verður móðurfélag nýja staðarins, en hann stendur einnig í ströngu við að opna nýjan sportbar í Mosfellsbæ; Barion, þar sem Arion banki var áður til húsa.

Vinnuheitið fyrir hinn nýja stað er MiniGolf veröldin og er undirbúningur löngu hafinn. „Hver og ein braut verður sviðsmynd og það eru margar áhugaverðar pælingar í gangi, en margar þeirra verða tengdar íslenskum kennileitum. Til dæmis Hallgrímskirkju,“ segir Sigmar sem er fullviss um að þörf sé á slíkum stað. 

„Við búum á þessu veðralandi þar sem þú veist aldrei hvað er hægt að stóla á. Það er alveg sama hvort um er að ræða helgarafþreyingu, barnaafmæli, hópefli vinnustaða eða bara djamm í upphafi kvölds þá mun MiniGolf veröldin okkar verða frábær staður til að njóta samveru. Verðið mun líka koma skemmtilega á óvart í mat, drykk og afþreyingu,“ segir Sigmar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK