Íbúðalánasjóður boðar lægri vexti á nýju ári

ÍLS vill þjóna betur félagslega íbúðakerfinu á Íslandi.
ÍLS vill þjóna betur félagslega íbúðakerfinu á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breyt­ing­ar gætu orðið á vaxta­kjör­um hjá Íbúðalána­sjóði (ÍLS) til upp­bygg­ing­ar fé­lags­legra íbúða um ára­mót­in. Verðtryggð íbúðalán hjá sjóðnum bera 4,2% vexti en til sam­an­b­urðar eru lægstu vext­ir hjá líf­eyr­is­sjóðunum nú 1,64% .

Þetta kem­ur fram í svari Her­manns Jónas­son­ar, for­stjóra ÍLS, við fyr­ir­spurn Björns Arn­ars Magnús­son­ar, for­stjóra Brynju hús­sjóðs.

Fylgi skulda­bréfa­út­boðum

Morg­un­blaðið fékk af­rit af svar­inu. Sjóðnum er ekki heim­ilt að fylgja stýri­vöxt­um SÍ held­ur verður að fylgja vöxt­um í skulda­bréfa­út­boðum. Það síðasta fór fram 2012 en síðan hafa vext­ir lækkað mikið.

„Verði frum­varp það, sem nú er til meðferðar á Alþingi og kveður á um að Íbúðalána­sjóður sam­ein­ist Mann­virkja­stofn­un í nýrri Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un, að lög­um þá opn­ast mögu­leiki til að bjóða upp á sann­gjarn­ari vexti, jafn­vel þegar á næsta ári. Sam­einuð Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un verður mun bet­ur í stakk búin til að sinna þörf­um óhagnaðardrif­inna leigu­fé­laga svo sem Brynju, Fé­lags­bú­staða og leigu­fé­lags Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta og annarra þeirra sem hljóta stofn­fram­lög úr al­menna íbúðakerf­inu en Íbúðalána­sjóður get­ur að óbreyttu,“ skrifaði Her­mann.

Taki mið af akst­urs­kostnaði

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag kall­ar Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, eft­ir breyttu viðhorfi lána­stofn­ana til íbúðalána. Nán­ar til­tekið tel­ur hann að bank­ar eigi að gera lán­tök­um kleift að kaupa dýr­ari íbúðir ef lægri rekstr­ar­kostnaður bif­reiða skap­ar til þess svig­rúm.

Þá tel­ur Dag­ur að hag­kvæmni hús­næðis utan höfuðborg­ar­svæðis­ins hafi verið of­met­in með hliðsjón af háum akst­urs­kostnaði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK