Áforma enn að hefja sölu miða um mánaðamótin

Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi …
Stofn­end­ur og for­svars­menn flug­fé­lags­ins Play. (f.v.) Þórodd­ur Ari Þórodds­son, Bogi Guðmunds­son, Arn­ar Már Magnúson og Sveinn Ingi Steinþórs­son. mbl.is/​Hari

„Þetta er ekki rétt, við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga og mikl­um meðbyr.“ Þetta seg­ir María Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir, sam­skipta­full­trúi fé­lags­ins Play sem hygg­ur á að hefja flugrekst­ur til og frá Íslandi á næst­unni, spurð út í frétt Frétta­blaðsins í morg­un um að fjár­fest­ar væru hik­andi við að leggja fé­lag­inu til fjár­muni.

Í gær hækkuðu bréf Icelanda­ir um tæp­lega 10% og seg­ir Frétta­blaðið að það sé rakið til óvissu um hluta­fjár­söfn­un Play og ekki hafi feng­ist staðfest­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­festa sem hafi skuld­bundið sig til að taka þátt í hluta­fjárút­boði þess. Bréf Icelanda­ir hafa þó í dag tekið að lækka og þegar þetta er skrifað nem­ur lækk­un­in rúm­lega 4%.

María seg­ir í sam­tali við mbl.is að Íslensk verðbréf séu enn að vinna að útboðinu og stjórn­end­ur Play séu ánægð með stöðuna. Hún sagðist hins veg­ar ekki geta tjáð sig ná­kvæm­lega um hvort ein­hverj­ir fjár­fest­ar hefðu staðfest hluta­fjár­loforð eða upp­hæðir í því sam­bandi. Þá seg­ist hún ekki geta sagt hvort mögu­leg­ir fjár­fest­ar séu inn­lend­ir eða er­lend­ir.

Í síðustu viku greindi ViðskiptaMogg­inn frá því að Play hefði tryggt sér 40 millj­ón evru fjár­mögn­un frá At­hene capital, en Frétta­blaðið seg­ir að til trygg­inga þurfi 8 millj­óna evra í reiðufé á móti sem trygg­ingu.

Þegar Play var form­lega kynnt í byrj­un mánaðar­ins sagði Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri fé­lags­ins, að stefn­an væri sett á að hefja sölu flug­miða fyr­ir lok nóv­em­ber þegar flugrekstr­ar­leyfi væri í höfn og að jóm­frú­arflugið yrði í des­em­ber. Spurð hvort þessi áform standi enn seg­ir María svo vera. Þannig sé flugrekstr­ar­leyfið í ferli og viðtöl vegna ráðninga standi yfir. „Það er enn áætl­un um að byrja að selja miða í lok nóv­em­ber eða byrj­un des­em­ber og í kjöl­farið að hefja flug,“ seg­ir María. Spurð hvort það verði fyr­ir ára­mót seg­ir hún að allt út­lit sé fyr­ir það.

mbl.isAlls sóttu um 2.500 manns um störf hjá fé­lag­inu og þá seg­ir María að á milli 40 til 50 þúsund manns hafi skráð sig á póstlista. „Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga,“ seg­ir hún að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK