Saknar dýpri umræðu

Bjarni Benediktsson fjálmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjálmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist sakna þess að ekki sé tekin dýpri umræða um hvernig farið er með fjármunina í heilbrigðiskerfinu.

„Ef við horfum tíu ár aftur í tímann þá verður ekki framhjá því litið að það var skorið niður og gripið til mikillar hagræðingar á Landspítalanum. Því hefur verið þörf fyrir að auka fjárframlög til spítalans í þeim ríkisstjórnum sem við höfum setið í frá árinu 2013. En ég sakna þess að við skulum almennt ekki taka dýpri umræðu um hvernig við förum með fjármunina í þessu kerfi,“ segir Bjarni í samtali við ViðskiptaMoggann.

Framleiðslutengd fjármögnun

Hann segist vísa þar t.d. til þess að gerður hafi verið samningur um framleiðslutengda fjármögnun sem átti að tryggja að eftir því sem afköst á spítalanum ykjust færi meira fjármagn til hans. Þetta hafi átt að verða leiðandi kerfi í fjármögnun spítalans en hafi aldrei orðið almennilega virkt. „Við fáum svo ár eftir ár nýja og nýja skýringu á því hvað valdi hallarekstrinum,“ segir Bjarni í samtalinu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka