Ísland hefur færst úr 16. sæti í 7. sæti í árlegri skýrslu IMD-háskólans í Lausanne í Sviss um stöðu vinnuafls 64 ríkja (e. IMD Talent Ranking). Þá er Sviss í fyrsta sæti, Danmörk í öðru og Svíþjóð í því þriðja.
Í sveigjanleika er Ísland í 18. sæti og skorar hæst í 3. sæti hvað varðar tungumálaþekkingu þeirra á vinnumarkaði. Þá er landið í sjötta sæti í þrem liðum; hlutfalli faglærðs vinnuafls, vinnuafls með fjármálavit og í menntun stjórnenda. Hins vegar nær Ísland aðeins 50. sæti þegar kemur að alþjóðlegri reynslu stjórnenda og 49. sæti hvað varðar hlutfall útskrifaðra af háskólastigi með próf í tölvunarfræði, verkfræði, stærðfræði og náttúruvísindum. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir vel þekkt fyrirbæri að Ísland hafi dregist verulega aftur úr er snýr að hlutfalli þeirra sem útskrifast úr raungreinum á háskólastigi.
Þá hafi meðal annars verið bent á þetta í nýlegri OECD-skýrslu um íslenskt efnahagslíf. „Þetta hefur verið talsvert áhyggjuefni. Einhverra hluta vegna er fólk ekki að velja þessi fög á háskólastigi í þeim mæli sem atvinnulífið og samfélagið þarf.“
Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.