Jón Sigurðsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður í nýkjörinni stjórn Símans og Helga Valfells varaformaður. Stjórnin var kjörin á hluthafafundi símans í dag og voru sex í framboði um fimm sæti í stjórn.
Jón er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða sem á um 14% í Símanum og Helga er stofnandi og framkvæmdastjóri nýsköpunarsjóðsins Crowberry capital og varaformaður stjórnar Íslandsbanka. Hún var áður framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Eins og greint var frá fyrr í dag var hollenski fjárfestirinn Bertrand Kan felldur í kjörinu en hann var sá eini sem bauð sig fram og náði ekki kjöri.
Stjórn Símans skipa auk Jóns og Helgu þau Bjarni Þorvarðarson, Kolbeinn Árnason og Sylvía Kristín Ólafsdóttir.