Hefja útflutning á lýsi til Indlands í febrúar

Páll Ásgeir Björnsson, fyrrverandi háseti, stendur að fyrirtækinu Hesska ásamt …
Páll Ásgeir Björnsson, fyrrverandi háseti, stendur að fyrirtækinu Hesska ásamt tveimur indverskum félögum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið Hesska stefnir á útflutning á íslensku lýsi til Indlands. Að fyrirtækinu standa íslenskir og indverskir athafnamenn, þeirra á meðal Páll Ásgeir Björnsson, fyrrverandi háseti.

Páll segir töluverða vinnu hafa farið í að öðlast tilskilin leyfi til innflutnings en þau séu nú í húsi og ráðgert að senda fjögur bretti af lýsi og lýsistöflum til Indlands í febrúar í samstarfi við Lýsi hf.

Salan mun einkum fara fram á netinu og í indverskum líkamsræktarstöðvum, og því allur Indlandsmarkaður undir. Umfang frekari útflutnings muni svo ráðast af viðtökunum en hann ætti að vera kominn á skrið með vorinu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK