Raunávöxtun hjá Gildi 12,4% við lok október

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. mbl.is/RAX

Hrein raunávöxtun hjá samtryggingardeild lífeyrissjóðsins Gildis var 12,4% á fyrstu tíu mánuðum ársins.

Kynnti Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, þetta á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi í síðustu viku en til samanburðar var hrein raunávöxtun í samtryggingu sjóðsins 2,4% í fyrra.

Hrein eign samtryggingardeildar sjóðsins jókst um rúma 82 milljarða á þessu sama tímabili og stóð í 638,4 milljörðum 31. október síðastliðinn.

Í samtali við Morgunblaðið segir stjórnarformaður sjóðsins, Gylfi Gíslason, þetta vitanlega vera ánægjulegar fréttir en segist þó ætíð hugsa hlutina í stærra samhengi. „Ég vil nú alltaf horfa á þetta yfir lengra tímabil. Kannski yfir tuttugu ár eða svo,“ segir hann.

Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins og eiga 237.875 réttindi í honum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK