Stefnt er að því að fá fjárfesta að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lóðum í Gufunesi sem félagið GN Studios keypti af Reykjavíkurborg í árslok 2017. Þetta staðfesta heimildir ViðskiptaMoggans. Um er að ræða gríðarlega umfangsmikið verkefni sem talið er munu kosta um 20 milljarða króna.
Gengið hefur verið frá samkomulagi við fasteignaþróunarfélagið Spildu um stofnun nýs félags sem halda mun utan um uppbygginguna og verður byggingarréttur GN Studios á fyrrnefndum lóðum fluttur yfir í nýtt félag, ef af áformunum verður. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver hlutdeild Baltasars Kormáks verður í nýju félagi. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að hlutur Spildu verði um 15% miðað við fyrirliggjandi samkomulag.
Fjármálafyrirtækið Arctica Finance hefur verið ráðið til þess að fá fjárfesta að verkefninu.
Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.