Uppsagnir hjá Árvakri

Ritstjórnarskrifstofur Árvakurs í Hádegismóum.
Ritstjórnarskrifstofur Árvakurs í Hádegismóum. mbl.is/Golli

Árvak­ur, út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins, mbl.is og K100, hef­ur í dag sagt upp 15 starfs­mönn­um og dreifast upp­sagn­irn­ar á marg­ar deild­ir fyr­ir­tæk­is­ins. Fundi með starfs­mönn­um lauk fyr­ir skömmu en þar kynntu yf­ir­menn aðgerðirn­ar og þær ástæður sem að baki búa.

Ástæður upp­sagn­anna eru að sögn Har­ald­ar Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs, versn­andi efna­hags­ástand hér á landi og langvar­andi erfið rekstr­ar­skil­yrði fjöl­miðla, inn­lendra ekki síður en er­lendra. „Aug­lýs­inga­markaður­inn hér á landi hef­ur í um hálft annað ár verið afar erfiður og kem­ur þar margt til. Rík­is­út­varpið hef­ur sótt harðar inn á þann markað en auk þess hef­ur al­mennt efna­hags­ástand farið versn­andi og fyr­ir­tæki halda að sér hönd­um þegar kem­ur að aug­lýs­ing­um, en aug­lýs­ing­ar eru sem kunn­ugt er ann­ar helsti tekju­póst­ur fjöl­miðla eins og Árvak­urs. Auk þessa höf­um við mátt búa við verk­fallsaðgerðir sem ekki sér fyr­ir end­ann á og hafa komið mjög illa við þenn­an fjöl­miðil eins og aðra sem þær hafa beinst að,“ seg­ir Har­ald­ur, og bæt­ir við að aðgerðir eins og þær sem ráðist hafi verið í nú séu öll­um þung­bær­ar sem að þeim koma en einkum sé hug­ur allra þó vita­skuld hjá sam­starfs­fólk­inu sem þurfi að kveðja í dag.

„Upp­sagn­irn­ar í dag snú­ast ekki um að fólk hafi ekki staðið sig í starfi held­ur ein­fald­lega um það að fyr­ir­tækið verður að ganga mjög langt í að hagræða til að koma rekstr­in­um í viðun­andi horf,“ seg­ir Har­ald­ur og minn­ir á að fyr­ir­tækið hafi verið rekið með veru­legu tapi í fyrra. Gripið hafi verið til um­fangs­mik­illa aðgerða í fyrra og fyrr á þessu ári til að ná jafn­vægi í rekstr­in­um en það hafi ekki dugað til þó að staðan sé nú betri en á sama tíma í fyrra. „Við urðum að grípa til þess­ara aðgerða nú til að koma rekstr­in­um í rétt horf og von­umst til að þær dugi og að rekst­ur­inn verði ekki fyr­ir frek­ari skakka­föll­um,“ seg­ir Har­ald­ur Johann­essen.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK