Arion banki mun frá 1. desember nk. ekki taka á móti 500 evru seðlum. Þetta kemur fram á heimasíðu bankans.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum er ástæðan sú að nú fyrir skömmu var ný löggjöf samþykkt í Danmörku. Þar er kveðið á um að hætta skuli notkun á seðlinum þar í landi, sem jafnframt hefur bein áhrif hér á landi.
„Ástæða þessa er að nýverið var samþykkt löggjöf í Danmörku um að hætta notkun á seðlunum og þar sem bankinn kaupir gjaldeyri af dönskum bönkum getum við því miður ekki tekið á móti slíkum seðlum hér eftir,” segir í tilkynningu á vef Arion banka.