Allir bankar hætta með 500 evra seðla

500 evra seðillinn hefur lengi verið umdeildur og notkun hans …
500 evra seðillinn hefur lengi verið umdeildur og notkun hans tengd við peningaþvætti.

Stóru viðskiptabankarnir þrír eru þessa dagana að hætta viðskiptum með 500 evra seðla og munu viðskiptavinir ekki lengur geta komið í útibú bankanna og skipt seðlunum þar.

Ástæða þess er að bankar erlendis, sem hafa útvegað evruseðla, eru einnig að hætta notkun 500 evra seðilsins, meðal annars vegna baráttu gegn peningaþvætti í Evrópu, en notkun hans hefur lengi verið umdeild, enda er verðmæti eins seðils um 67 þúsund íslenskar krónur á verðgildi dagsins í dag.

Mbl.is hafði greint frá því að Arion banki væri að hætta viðskiptum með seðilinn nú um mánaðamótin, en Landsbankinn tilkynnti einnig um slíkt á vefsíðu sinni 22. nóvember. Mun bankinn ekki taka við seðlinum eftir 5. desember.Í skriflegu svari frá Birni Berg Gunnarssyni, fræðslustjóra Íslandsbanka, staðfestir hann að Íslandsbanki sé einnig að hætta viðskiptum með seðilinn.

Íslendingar sem eiga 500 evra seðla í fórum sínum eftir þessa viku munu því að öllum líkindum þurfa að skipta þeim í bönkum erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK