Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur lagt inn pöntun á 50 Airbus A321XLR-þotum sem metnar eru á 6,5 milljarða Bandaríkjadala. Þoturnar eiga að koma í staðinn fyrir Boeing-þotur sem eru í flugþota félagsins í dag.
Nýju Airbus-þoturnar verða afhentar 2024 og mun United þá taka 757-200-Boeing-þotur félagsins úr umferð. Pöntunin þykir mikið áfall fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem enn glímir við vanda vegna 737 MAX.