Greiða yfir 122 milljarða sekt vegna mútugreiðslna

Fyrirtækið játar á sig glæpina og greiðir þessa háu sekt, …
Fyrirtækið játar á sig glæpina og greiðir þessa háu sekt, samkvæmt yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem hefur haft fyrirtækið til rannsóknar árum saman. AFP

Sænska fjarskiptafyrirtækið Ericsson hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum meira en einn milljarð bandaríkjadala, yfir 122 milljarða íslenskra króna, vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um að hafa stundað mútugreiðslur í fimm ríkjum.

Fyrirtækið játar á sig glæpina og greiðir þessa háu sekt, samkvæmt yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem hefur haft fyrirtækið til rannsóknar árum saman.

Í yfirlýsingunni er haft eftir Geoffrey Berman, lögmanni bandarískra yfirvalda í málinu, að sænska fyrirtækið hafi játað að hafa verið viðriðið spillingu í fimm ríkjum um langt skeið til þess að treysta tök sín á fjarskiptamarkaði og tryggja sér samninga við ríkisstjórnir um uppbyggingu fjarskiptakerfa.

Samkvæmt nýlegri frétt Bloomberg um ásakanirnar á hendur Ericsson hefur sænska fyrirtækið verið í samstarfi við löggæsluyfirvöld frá árinu 2013 vegna þessarar rannsóknar og hafði þegar tekið frá fjármuni til þess að greiða væntanlega sektargreiðslu vestanhafs.

Bloomberg sagði frá því að fyrirtækið hefði framið brot sín í Kína, Djibútí, Indónesíu, Kúveit, Sádi-Arabíu og Víetnam.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK