SVÞ vilja frumvarp um tollalög til 2. umræðu

SVÞ vill ekki að „mótsagnakennd rök þröngs sérhagsmunahóps“ hafi áhrif …
SVÞ vill ekki að „mótsagnakennd rök þröngs sérhagsmunahóps“ hafi áhrif á afgreiðslu frumvarps um breytingar á búvöru- og tollalögum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Samtök verslunar og þjónustu skora á atvinnuveganefnd Alþingis að afgreiða frumvarp um búvörulög og tollalög til annarrar umræðu á Alþingi eftir atvikum án breytinga. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði frumvarpið fram í síðasta mánuði. 

„Því verður ekki trúað að óreyndu að Alþingi láti mótsagnakennd rök þröngs sérhagsmunahóps, sem hefur hlotið stuðning úr óvæntri átt, stöðva framgang lagafrumvarps sem hefur það raunhæfa markmið að færa íslenskum neytendum ábata sem lengi hefur verið kallað eftir.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá SVÞ. 

Samtökin segja að ef frumvarpið nái fram að ganga séu sterkar líkur á að verð lækki á innfluttum landbúnaðarafurðum. Samtökin segja enn fremur að önnur samtök á borð við Félag atvinnurekenda, Samtök iðnaðarins og Neytendasamtökin „sameinist um að leggja stein í götu lagafrumvarps“ þrátt fyrir að það sé íslenskum neytendum til hagsbóta.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK