Gengi Icelandair hríðfellur

Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því í …
Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hafa verið kyrrsettar frá því í mars. mbl.is/Hari

Hlutabréf Icelandair Group hafa fallið um 6,35% í 337 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi í Kauphöllinni. Bréfin standa nú í 7,96 krónum. 

Lækkun bréfanna hefur átt sér stað á sama tíma og fréttir bárust frá bandaríska dagblaðinu Seattle Times þess efnis að Steve Dickson, framkvæmdastjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar, hafi kallað eftir því í samtali við Dennis Muilenberg, framkvæmdastjóra flugvélaframleiðandans Boeing, að félagið hætti við að gefa út yfirlýsingu um „yfirvofandi“ (e. imminent) afléttingu kyrrsetningar á Boeing 737 Max-vélum fyrirtækisins. 

Á meðal atriða sem virðast ætla að valda frekari töf á endurkomu vélanna er óvissa sem kom upp við prófanir á tékklistum flugmanna í liðinni viku. Gerðist það þegar Boeing fékk flugmenn frá nokkrum flugfélögum til þess að fara í gegnum prófanir á mögulegum flugatvikum þar sem sérstaklega var litið til mannlegra þátta við notkun á stýrikerfi vélanna.

Gengi hlutabréfa Icelandair á árinu hefur oft sveiflast í tengslum við fréttir af mögulegri endurkomu MAX-vélanna sem kyrrsettar hafa verið frá því mars á þessu ári í kjölfarið á tveimur mannskæðum flugslysum þar sem tvær nýjar MAX-vélar hröpuðu með skömmu millibili í byrjun þessa árs og seint í fyrra.

Haft er eftir kunnugum að ólíklegt sé að vélarnar geti farið í loftið um miðjan febrúar en Icelandair gerir enn ráð fyrir því að vélarnar fari í loftið í mars í sínum áætlunum.

Fram kom í frétt ViðskiptaMoggans í vikunni að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni nú að áætlunum um að gera ráð fyrir þeim möguleika að Boeing 737 MAX-þotur fyrirtækisins fari ekki í loftið fyrr en á síðari hluta næsta árs.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka