Rekstur einkarekinna fjölmiðla þungur

Húsnæði Fréttablaðsins.
Húsnæði Fréttablaðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs, segir rekstur einkarekinna fjölmiðla vera erfiðan. Hún vonast til að kaup útgáfufélagsins á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar verði til þess að styrkja grunnstoðir þess.

Torg ehf., sem gef­ur út Frétta­blaðið og held­ur úti vef­miðlun­um fretta­bla­did.is og hring­braut.is, hef­ur keypt út­gáfu­rétt­inn að DV og vef­miðil­inn dv.is, ásamt gagna­safni, af Frjálsri fjöl­miðlun ehf., út­gáfu­fé­lagi DV.

„Þetta er þungur rekstur og auglýsingamarkaðurinn hefur ekki verið nægjanlega góður undanfarin misseri. Þetta er umhverfi sem allir fjölmiðlar eru í og finna fyrir,“ segir Jóhanna Helga.

Fréttablaðið.
Fréttablaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurð segir hún aðdragandann að kaupunum ekki hafa verið mjög langan og að ekki sé tímabært að fara í saumana á breyttu skipulagi vegna þeirra, enda sé beðið samþykkis frá fjölmiðlanefnd og Samkeppniseftirlitinu. „Þangað til sú niðurstaða liggur fyrir er ósköp lítið sem við getum sagt til um það eða farið ofan í þau mál.“

Frjáls fjölmiðlun var rekin með tæpleg 240 milljóna tapi á síðasta ári. Jóhanna Helga segir Torg vera að kaupa tilteknar eignir af félaginu og bendir á að ekki sé verið að taka við félaginu í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK