Torg vill búa til stærri netmiðil

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður. mbl.is/Kristinn

Útgáfufélagið Torg vill með kaupum sínum á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar búa til stærri miðil á netinu heldur en frettabladid.is er í dag.

Þetta segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og eigandi Dalsdals ehf. sem er eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. „DV er þriðji stærsti miðillinn á netinu. Það er mjög eftirsóknarvert fyrir félag sem hefur ekki náð árangri þar,“ segir Sigurður og bætir við að upphæð samningsins við Torg sé trúnaðarmál.

Fréttablaðið.
Fréttablaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann nefnir að ástandið í frjálsri fjölmiðlun á Ísland sé einnig erfitt. „Hér er verið að berjast við ríkið, samfélagsmiðla og allt of lágt auglýsingaverð og allt of mikinn kostnað. Þetta er mjög erfitt ástand. Ég er búinn að koma að fjölmiðlum síðan 1989 og ég hef aldrei upplifað jafn erfiða stöðu.“

Engar lausar skuldir 

Torg keypti útgáfuréttinn að DV og dv.is, ásamt gagnasafni. Spurður hvort eitthvað standi eftir í Frjálsri fjölmiðlun segir Sigurður að félagið sjálft standi eftir og í raun ekki mikið meira. Allar rekstrareiningarnar hafi verið seldar sem standa að baki miðlunum, ásamt búnaði sem tengist þeim.

Frjáls fjölmiðlun var rekin með tæplega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Spurður út í stöðu félagsins í tengslum við kaup Torgs segir Sigurður það ekki vera með neinar lausar skuldir, heldur einungis langtímafjármögnun. „Það þarf þá bara að semja við þá sem hafa lánað félaginu peninga. Þarna hafa aldrei verið vanskil á launum, opinberum gjöldum, lífeyrissjóðsiðgjöldum eða einu eða neinu,“ greinir hann frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK