Veðmáladrottning með 52 milljarða í árstekjur

Bet365 var stofnað árið 2000 og er í dag orðið …
Bet365 var stofnað árið 2000 og er í dag orðið eitt stærsta veðmálafyrirtæki heims. AFP

Denise Coates, forstjóri og einn stofnenda veðmálafyrirtækisins Bet365, er launahæsti stjórnandinn í bresku atvinnulífi, rétt eins og síðustu ár. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins nema árslaun hennar 277 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna.

Coates á einnig 50% hlut í fjölskyldufyrirtækinu Bet365 og fær 46 milljónir punda arðgreiðslu á þessu ári. Samanlagðar árstekjur hennar árið 2019 nema þannig rúmum 52 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag.

Færði fjölskyldufyrirtækið í netheima

Coates er menntuð í hagtölfræði og á Bet365 í dag ásamt bróður sínum John og föður sínum Peter, sem er stjórnarformaður félagsins. Faðir hennar hafði rekið lítið veðmálafyrirtæki í Stoke-on-Trent um nokkurra ára skeið þegar Denise kom að rekstrinum um aldamót.

Denise sá mikla möguleika í veðmálum á netinu og keypti lénið Bet365.com árið 2000 og hóf að færa fjölskyldufyrirtækið í þá áttina. Nú er Bet365 orðið eitt stærsta veðmálafyrirtæki í heimi og skilaði hagnaði upp á 791 milljón punda árið 2019, jafnvirði 128 milljarða íslenskra króna.

Og það þrátt fyrir ofurlaun forstjórans og 8,7 milljóna punda tap sem varð á rekstri knattspyrnufélagsins Stoke City á árinu sem er að líða, en félagið er að fullu í eigu Bet365.

Leikmenn Stoke City fagna hér marki árið 2017. Þeir hafa …
Leikmenn Stoke City fagna hér marki árið 2017. Þeir hafa litlu að fagna þessa dagana, enda er liðið í fallbaráttu í ensku B-deildinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK