Vísitala leiguverðs lækkaði í nóvember

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. mbl.is

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 198,8 stig í nóvember og lækkar um 0,2% frá fyrri mánuði.

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% og síðastliðna tólf mánuði hefur hún hækkað um 2%, að því er segir á vef Þjóðskrár Íslands.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetningu. 

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK