Atvinnuleysi 4,3%

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.200 í nóvember, eða 4,3% af vinnuaflinu. Það er 0,7 prósentustigum hærra en í október. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,4%, sem er um 2,6 prósentustigum lægri en í október. Árstíðarleiðrétt hlutfall starfandi fólks var 77,2% og hefur ekki verið lægra síðustu 6 mánuðina.

Þótt árstíðarleiðrétt leitni atvinnuleysis hafi verið stöðug undanfarin misseri, má sjá stíganda upp á við sé horft til síðustu sex mánaða, eða úr 3,4% í júní í 3,8% í nóvember. Leitni hlutfalls starfandi er enn nokkru lægri en í júní síðastliðnum, eða um 1,3 prósentustigum, á meðan leitni atvinnuþátttöku er um 0,9 prósentustigum lægri en í júní, segir á vef Hagstofu Íslands.

Frá nóvember 2018 hefur atvinnuleysi aukist um 0,7 prósentustig, en á sama tíma hefur atvinnuþáttaka minnkað um 3,0 prósentustig og hlutfall starfandi minnkað um 3,5 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK