Íslenska byggingarfyrirtækið Ístak mun sjá um byggingu stærsta skóla Grænlands í Nuuk þrátt fyrir að hafa ekki boðið lægst í verkið, en að því er segir frá á vef Sermitsiaq skoraði útboð Ístaks hæst á öllum þáttum sem matið byggði á og var sérstaklega valið út frá sveigjanleika.
Skólinn verður staðsettur í miðbæ Nuuk og kemur í stað tveggja annarra skóla, Ask og Usk.
Útboð Ístaks hljóðaði upp á 615 milljónir danskar krónur, en lægsta tilboðið var aðeins 5 milljónum lægra, eða 610 milljónir danskar krónur, frá danska byggingarfyrirtækinu MT Højgaards.