Play búið að greiða laun

Flugfélagið Play.
Flugfélagið Play. Haraldur Jónasson/Hari

Flugfélagið Play er búið að greiða starfsfólki sínu laun fyrir nóvembermánuð. Þetta staðfesti María Margrét Jóhannsdóttir upplýsingafulltrúi félagsins í samtali við mbl.is. Einnig hafa öll launatengd gjöld verið greidd.

Í frétt mbl.is þann 4. desember kom fram að félagið hefði ekki greitt út laun fyrir nóvembermánuð. Sagt var að töf yrði á launagreiðslum á meðan verið væri að ljúka við hlutafjársöfnun fyrir félagið. Henni er þó ekki lokið þrátt fyrir launagreiðslurnar að sögn Maríu en er „á lokametrunum“.

María Margrét Jóhannsdóttir samskiptafulltrúi flugfélagsins (t.v.) á kynningarfundi Play í …
María Margrét Jóhannsdóttir samskiptafulltrúi flugfélagsins (t.v.) á kynningarfundi Play í nóvember. mbl.is/Hari

„Það skýrist ekkert meira um þetta fyrir jól. Þetta er á lokametrunum og gengur vel,“ sagði María um hlutafjársöfnunina.

Íslensk verðbréf leiða hlutafjársöfnun fyrirtækisins upp á 12 milljónir evra, um 1,7 milljarða íslenskra króna. Play hefur þegar fengið vilyrði um lán frá breska fjárfestasjóðnum Athene Capital upp á 40 milljónir evra að því gefnu að félagið safni umræddu hlutafé. Áætlanir Play gerðu ráð fyrir í fyrstu að hefja sölu á fargjöldum í lok nóvember eða byrjun desember. Áætlanir félagsins um að tryggja kjölfestufjárfesti hafa þó gengið hægar fyrir sig en forsvarsmenn Play gerðu ráð fyrir sem tafið hefur ferlið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK