Samdráttur í hótelgistingu 1%

mbl.is/Hari

Samdráttur gistinátta á hótelum síðustu tólf mánuði er 1% miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hagstofu Íslands.

Á tólf mánaða tímabili, frá desember 2018 til nóvember 2019, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.432.900.

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í nóvember jókst um 4,4% samanborið við nóvember 2018. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 5,3% á meðan 2,3% samdráttur var á gistiheimilum. Á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, íbúðagistingu o.s.frv.) fjölgaði gistinóttum um 16,8% en fækkaði um 8,4% á stöðum sem miðla í gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 572.000 í nóvember síðastliðnum, en þær voru um 547.800 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 381.800, þar af 323.000 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 114.200 og um 76.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 323.000, sem er 5% aukning frá sama mánuði árið áður. Aukning var í öllum landshlutum en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um 3,6% og 8,6% á landsbyggðinni. Um 65% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu eða 211.300.

Flestir frá Bandaríkjunum

Um 87% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn, eða 281.700. Bandaríkjamenn voru með flestar gistinætur (78.500), þar á eftir komu Bretar (72.800) og Kínverjar (19.000) en gistinætur Íslendinga voru 41.300.

Herbergjanýting á hótelum í nóvember 2019 var 57,4% og stendur í stað milli ára. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 6,6% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í nóvember var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 74,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka