Boeing skiptir um forstjóra

Dennis Muilenberg er hættur sem forstjóri Boeing. Arftaki hans í …
Dennis Muilenberg er hættur sem forstjóri Boeing. Arftaki hans í starfi er David Calhoun. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag að Dennis Muilenburg, forstjóri félagsins, hefði látið af störfum. Stjórn fyrirtækisins ákváð að breytinga væri þörf.

David Calhoun, sem er í dag stjórnarformaður Boeing, verður arftaki Muilenberg í starfi og tekur við því krefjandi verkefni að leiða félagið út úr MAX-vandanum, en greint var frá því í síðustu viku að Boeing ætlaði að stöðva framleiðslu vélanna tímabundið.

Calhoun tekur við forstjórastarfinu 13. janúar, en þangað til þá mun fjármálastjóri Boeing taka tímabundið við stöðunni.

Staða Muilenburg hefur veikst mikið vegna MAX-skandalsins og þrýstingur hafði verið á afsögn hans. Áður var Muilenburg bæði stjórnarformaður og forstjóri, en á stjórnarfundi í haust var Calhoun fenginn inn sem stjórnarformaður.

Í tilkynningu frá Boeing segir að fyrirtækið þurfi að byggja upp traust á ný og laga samband sitt við eftirlitsaðila, viðskiptavini og alla aðra hagaðila.

Fyrirtækið lofar því í tilkynningu að starfa á algjörlega gagnsæjan hátt með bandarískum flugmálayfirvöldum, flugmálayfirvöldum í öðrum ríkjum og viðskiptavinum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK