Play stefnir á miðasölu í janúar

Stefnt er að því að hefja flugmiðasölu í næsta mánuði. …
Stefnt er að því að hefja flugmiðasölu í næsta mánuði. Enn liggur þó ekki fyrir hvenær félagið hefur flug. mbl.is/Hari

Stefnt er að því að miðasala flugfélagsins Play hefjist í janúar. Þetta staðfestir María Margrét Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Play í samtali við mbl.is. Sex áfangastaðir eru fyrirhugaðir hjá félaginu, Kaupmannahöfn, París, Berlín, London, Alicante og Tenerife. Segist hún reikna með að miðasala hefjist á alla áfangastaði samtímis, en hún geti þó ekki staðfest það.

Spurð hvenær ráðgert sé að fyrstu flugin, sem hefja á sölu á í næsta mánuði, verði flogin, segir hún ekki tímabært að gefa það upp í augnablikinu, en gerir þó ráð fyrir að það verði með vorinu. Vinna við flugáætlun sé í gangi og ekki tímabært að gefa það út í augnablikinu. „En við birtum allar upplýsingar um leið og það liggur fyrir,“ segir hún.

Upphaflegar áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir að miðasala yrði hafin fyrir lok nóvembermánaðar. Spurð út í þær tafir segir María að þær megi rekja til tafa á fjármögnun. „Þetta tók aðeins meiri tíma en við höfðum vonast til, eins og oft er með „start-up“ fyrirtæki.“ Engu að síður gangi fjármögnun vel, þótt hún vilji ekki nefna neinar tölur í þeim efnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK