„Það styttist í þetta“

Aðspurður hvort til standi að opna söluskrifstofu í Reykjavík segir …
Aðspurður hvort til standi að opna söluskrifstofu í Reykjavík segir Gunnar að það hljóti að verða hugleitt. mbl.is/​Hari

WOW air hef­ur tekið á leigu hús­næði í Washingt­on í Banda­ríkj­un­um þar sem til stend­ur að sölu­skrif­stofa fé­lags­ins verði opnuð skömmu áður en fyrsta flug­ferð fé­lags­ins verður far­in. Reiknað er með að sú ferð verði far­in inn­an nokk­urra vikna, frem­ur en mánaða.

Þetta staðfest­ir Gunn­ar Steinn Páls­son, al­manna­teng­ill fé­lags­ins, í sam­tali við mbl.is, en Túristi greindi fyrst frá.

Um er að ræða hús­næði í hverfi sem kall­ast Foggy Bottom í miðborg Washingt­on. „Það stend­ur til að opna þarna sölu­skrif­stofu, ein­hverj­um dög­um alla vega áður en við för­um í loftið með fyrsta flug,“ seg­ir Gunn­ar. „Við mæl­um tím­ann fram að fyrsta flugi von­andi frek­ar í vik­um held­ur en mánuðum. Það stytt­ist í þetta.“

Taka tíma til að rýna ný tæki­færi

Aðspurður hvort til standi að opna sölu­skrif­stofu í Reykja­vík seg­ir Gunn­ar að það hljóti að verða hug­leitt. Að öðru leyti vilji for­svars­fólk WOW air ekki segja margt um ein­stök atriði í und­ir­bún­ings­ferl­inu. 

„Það að við erum ekki kom­in í loftið nú þegar eins og við ætluðum okk­ur í haust, það eru aðallega tvær ástæður fyr­ir því,“ seg­ir Gunn­ar. „Það er ým­is­legt í þessu ferli við að end­ur­reisa fallið flug­fé­lag sem hef­ur reynst vera ívið flókn­ara held­ur en við átt­um von á, og svo hins veg­ar hafa breyst mikið aðstæður í sam­keppn­is­um­hverf­inu síðustu vik­ur og mánuði.“

„Það eru mörg flug­fé­lög, lág­far­gjalda­flug­fé­lög sér­stak­lega, sem hafa verið annaðhvort að draga úr fram­boði sínu eða jafn­vel leggja upp laup­ana. Það hef­ur skapað ný tæki­færi sem menn hafa ákveðið að staldra við og rýna í.“

„Wow air and cafe“

At­hygli hef­ur vakið að meint verðandi sölu­skrif­stofa WOW air er merkt „wow air and cafe“. Gunn­ar seg­ir það skýr­ast af því að það hug­mynd­in sé að hafa þarna bæði sölu­skrif­stofu og aðstöðu þar sem fólk geti sest niður, fengið sér kaffi­sopa og rýnt í mögu­leik­ana. „Það verður að minnsta kosti heitt á könn­unni þarna all­an dag­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka