Skuldir munu áfram minnka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ir áætlað að heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs, að frá­dregn­um inn­stæðum, minnki úr 682 millj­örðum í 670 millj­arða króna á milli ár­anna 2019 og 2020. Með því minnki skuld­irn­ar úr 23,4% í 21,8% af vergri lands­fram­leiðslu.

Stöðug­leikafram­lög slita­búa bank­anna hafa verið nýtt til að minnka skuld­ir rík­is­sjóðs. Nán­ar til­tekið hef­ur fjár­mun­um á stöðug­leika­reikn­ingi verið ráðstafað til að minnka skuld­ir.

Við upp­gjör slita­bú­anna fékk ríkið eign­ir, svo­nefnt stöðug­leikafram­lag, en meðal þeirra voru 13% hlut­ur í Ari­on banka og 95% hlut­ur í Íslands­banka. Ríkið seldi hlut sinn í Ari­on banka fyr­ir 23,4 millj­arða en hlut­ur­inn í Íslands­banka er óseld­ur. Að sögn Bjarna gera end­ur­metn­ar áætlan­ir ráð fyr­ir að stöðug­leikafram­lagið muni skila 460 millj­örðum þegar upp er staðið. Til sam­an­b­urðar bend­ir eig­in­fjárstaða Íslands­banka í lok þriðja fjórðungs til að verðmæti bank­ans sé um 176 ma. og er verðmæti þess sem bank­inn tók við upp í stöðug­leikafram­lag 167 ma.

Tólf millj­arðar eft­ir á reikn­ingi

Skipt­ing stöðug­leikafram­lag­anna er sýnd á grafi hér til hliðar.

mbl.is

Bjarni seg­ir aðspurður að eft­ir­stöðvum stöðug­leikafram­lags­ins, utan hlut­ar­ins í Íslands­banka, verði ráðstafað á næsta ári. Þannig sé gert ráð fyr­ir að nýta þær til að mæta gjald­daga rík­is­skulda­bréfs­ins RIKB 20 í fe­brú­ar nk. Af­gang­in­um verði mætt með því að nýta al­menna sjóðsstöðu rík­is­sjóðs. Eft­ir upp­kaup í des­em­ber stend­ur skulda­bréfið RIKB 20 í 62 millj­örðum króna.

Spurður hvort notk­un eft­ir­stöðva stöðug­leika­reikn­ings­ins, 12 millj­arða króna, hafi áhrif á svig­rúm rík­is­ins til að greiða niður rík­is­skuld­ir á næstu árum, svar­ar Bjarni að niður­greiðslan muni ekki hafa þau áhrif.

„Fjár­mála­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að skuld­ir rík­is­sjóðs minnki að nafn­v­irði um 96 millj­arða króna fram til árs­loka 2024. Framund­an eru stór­ir gjald­dag­ar rík­is­bréfa, alls 69 millj­arðar króna á ár­inu 2020. Nettó út­gáfa rík­is­sjóðs er áætluð nei­kvæð um 29 millj­arða og verður þess­um gjald­dög­um fyrst og fremst mætt með því að nýta um­fram sjóðsstöðu,“ seg­ir Bjarni um árið framund­an.

Lagt inn jafn óðum

Spurður hvernig fjár­mun­um vegna stöðuleikafram­lags­ins var ráðstafað seg­ir Bjarni að and­virði stöðug­leika­eigna hafi verið lagt inn á sér­stak­an stöðug­leika­reikn­ing rík­is­sjóðs í Seðlabanka Íslands jafnóðum og þær hafa raun­gerst.

„Alls hafa um 220 millj­arðar króna skilað sér þangað inn. Af þeirri fjár­hæð hef­ur um 208 millj­örðum króna verið ráðstafað til niður­greiðslu skulda rík­is­sjóðs frá ár­inu 2016. Það hef­ur haft í för með sér lækk­un vaxta­kostnaðar og einnig skilað sér í bættu láns­hæf­is­mati. Þar að auki hef­ur rúm­um 40 millj­örðum króna verið ráðstafað til niður­greiðslu líf­eyr­is­skuld­bind­inga.“

Spurður hversu mikl­ir fjár­mun­ir hafi feng­ist með sölu eigna úr Lind­ar­hvoli seg­ir Bjarni að af þeim 384 millj­örðum króna sem stöðug­leikafram­lög­in námu í upp­hafi hafi um 60 millj­arðar króna af eign­um farið til um­sýslu hjá Lind­ar­hvoli ehf.

„Fé­lagið hef­ur ekki haft neina eig­in­lega starf­semi með hönd­um frá því að sam­komu­lagi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins og fé­lags­ins var sagt upp í byrj­un fe­brú­ar 2018. End­ur­metn­ar áætlan­ir gera ráð fyr­ir að stöðug­leikafram­lög slita­bú­anna skili í heild­ina tæp­um 460 millj­örðum þegar þau hafa inn­heimst að fullu.“

Leiðir til mis­mun­andi út­komu

Sam­kvæmt lög­um um op­in­ber fjár­mál skulu reikn­ings­skil fyr­ir rík­is­sjóð í heild byggð á alþjóðleg­um reikn­ings­skil­astaðli um op­in­ber fjár­mál, IPS­AS. Hins veg­ar skuli fram­setn­ing og flokk­un upp­lýs­inga um fjár­mál A-hluta rík­is­sjóðs vera skv. alþjóðleg­um hag­skýrslu­staðli, svo­nefnd­um GFS-staðli. Bjarni bend­ir á að GFS-staðall­inn feli í sér upp­gjör á þjóðhags­grunni en að í IPS­AS-staðlin­um sé rík­is­reikn­ing­ur birt­ur á rekstr­ar­grunni. Af því leiði að hægt sé að vera með halla á rík­is­sjóði á rekstr­ar­grunni, sam­kvæmt GFS-staðlin­um, en fá aðra niður­stöðu á rekstr­ar­grunni, skv. IPS­AS-staðlin­um.

„Við ger­um ráð fyr­ir upp­greiðslu skulda á næsta ári þrátt fyr­ir að það sé halli á rík­is­sjóði á GFS. Í fyrra var mik­ill mun­ur milli rík­is­reikn­ings og fjár­laga. Sam­kvæmt fjár­lög­um var 30-40 millj­arða af­gang­ur en sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi var 84 millj­arða af­gang­ur. Þegar rætt er um halla á fjár­lög­um [2020] er vísað til halla á þjóðhags­grunni en á rekstr­ar­grunni gerðum við ráð fyr­ir að af­gang­ur á næsta ári yrði tæp­ir 10 millj­arðar, þrátt fyr­ir að fjár­lög­in hafi verið núll­fjár­lög. Svo breytt­ist það og við fór­um yfir í mín­us eft­ir að það kom ný þjóðhags­spá. Við erum ekki búin að fá af­komu­spá rík­is­ins á næsta ári á rekstr­ar­grunni en ég gæti trúað að hún yrði í kring­um núllið,“ seg­ir Bjarni sem tel­ur góða hug­mynd að koma upp þjóðhags­sjóði. Málið snú­ist um lausa­fjár­stýr­ingu. „Við tekju­fær­um all­ar arðgreiðslur frá Lands­virkj­un en gjald­fær­um ekki fram­lög í þjóðarsjóðinn. Þannig að jafn­vel þótt við hætt­um við þjóðarsjóðinn myndi af­koma rík­is­ins ekki batna neitt.“

Aðrir þætt­ir lík­lega ráðandi

– Myndi láns­hæf­is­mat rík­is­sjóðs hald­ast óbreytt þótt skulda­hlut­fallið yrði lækkað frek­ar?

„Þegar skulda­hlut­föll­in eru kom­in í þetta góða stöðu, eins og við sjá­um í dag, og láns­kjör rík­is­ins orðin þau bestu í sög­unni, eins og til­fellið er í dag, er lík­legra að aðrir þætt­ir verði ráðandi um þróun láns­hæf­is rík­is­ins frá þess­um stað. Hlut­ir eins og trú­verðug­leiki op­in­berra fjár­mála – ekki síst sjálf­bærni op­in­berra fjár­mála, hvernig lang­tíma­tekju­hliðin lít­ur út – og hvað við ger­um á út­gjalda­hliðinni og hversu vel við sinn­um innviðafjár­fest­ingu. Og hversu vel við erum í stakk búin að mæta áskor­un­um í op­in­ber­um rekstri. Þar með talið í heil­brigðismál­um.

Ann­ars verður að rýna láns­hæf­is­matið og rök­semda­færslu hvers mats­fyr­ir­tæk­is fyr­ir sig til að kom­ast nær svari við þess­ari spurn­ingu. Það get­ur verið mats­kennt hjá hverj­um og ein­um matsaðila hvaða þætt­ir það væru sem myndu hreyfa við mat­inu. Ástæðan fyr­ir því að við segj­um að þetta geti verið hæfi­legt skulda­hlut­fall hef­ur minna með láns­hæf­is­matið sem slíkt að gera, vegna þess að við njót­um mjög góðra kjara á markaði, og hef­ur meira með hitt að gera að við trú­um því að ríkið verði að vera virk­ur út­gef­andi á skulda­bréfa­markaði til að styðja við eðli­lega verðmynd­um á markaðnum. Það verður að vera fyr­ir­sjá­an­leiki í út­gáf­un­um og þess vegna erum við með lána­stefn­una. Og án rík­is­ins sem virks þátt­tak­anda á skulda­bréfa­markaði yrði erfiðara að mynda traust­an vaxta­fót til að miða aðra áhættu í skulda­mál­um á land­inu við. Að þessu leyti held ég að ríkið sé gríðarlega mik­il­væg­ur þátt­tak­andi og að það yrði skaði fyr­ir lána­markaðinn á Íslandi ef ríkið hætti að taka þátt. Með þetta í huga get­ur verið jafn mik­ils virði fyr­ir okk­ur að hefja sjóðssöfn­um en hún mun telja í skulda­hlut­fall­inu, í skuld­a­regl­unni, skv. lög­um um op­in­ber fjár­mál. Jafn­framt mun láns­traust batna. Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga láns­hæfis­fyr­ir­tækja á þjóðarsjóðshug­mynd­inni.“

Vaxta­byrðin er að létt­ast mikið

– Rík­is­sjóður tók sl. sum­ar 500 millj­óna lán í evr­um á 0,1% vöxt­um. Skuld­irn­ar eru því að verða miklu viðráðan­legri. Er út­lit fyr­ir að vaxta­kostnaður rík­is­ins í framtíðinni verði lægri en áður var áætlað?

„Það mun hjálpa okk­ur gríðarlega en það er dá­lítið dap­ur­leg staðreynd að jafn­vel þótt við höf­um létt af okk­ur mörg­um tug­um millj­arða af vaxta­byrði á und­an­förn­um árum er vaxta­byrðin á Íslandi enn alltof þung miðað við láns­hæfi lands­ins og skulda­hlut­föll. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn vaxti at­hygli á því í ný­legri heim­sókn hingað hversu mik­il vaxta­byrðin væri. Ef metnaður stæði til þess væri hægt að gera mjög stóra hluti fyr­ir mis­mun­inn – milli þess sem væri eðli­leg vaxta­gjöld og þess sem við erum að greiða í reynd í dag – lækka skatta enn frek­ar og vera meðal þeirra þjóða sem hvað mest leggja af lands­fram­leiðslu til þró­un­ar­mála. Við ætt­um mögu­leika á að stór­auka fram­lög til mennta­mála. Við gæt­um farið í risa­átaks­verk­efni, byggt sjúkra­hús á fimm ára fresti. En ástæðan fyr­ir því að við erum föst í þess­ari stöðu í augna­blik­inu varðar ekki er­lendu lán­in – þar höf­um við fengið ný kjör – held­ur eldri út­gáf­ur af inn­lend­um lán­um. Við erum að borga vexti sem eru í engu sam­hengi við vaxta­kjör rík­is­ins á nýj­um út­gáf­um í dag. Við sitj­um þannig læst inni í eldri út­gáf­um og verðum með þær í nokk­ur ár. Þá mun, að öðru óbreyttu, vaxta­kostnaður rík­is­ins hins veg­ar falla mjög hratt.“

– Eru upp­greiðslu­ákvæðin dýr?

„Já, við mynd­um þurfa að borga markaðsvirði á þess­um bréf­um og gjald­færa það í dag. Það er auðvitað mikið inn­grip í markaðinn að fara í slíka aðgerð, jafn­vel þótt við hefðum efni á því. Það er álita­mál hvort það væri gott fyr­ir ríkið til lengri tíma sem út­gef­anda að leyfa ekki út­gáf­um að lifa al­mennt [út gild­is­tím­ann], nema þá ein­göngu ef við hefðum ein­hver skipti að bjóða eða eitt­hvað slíkt. Vaxta­kostnaður mun halda áfram að lækka eft­ir því sem eldri út­gáf­ur í krón­um munu klár­ast. Ég var orðinn sátt­ur við þann mikla ár­ang­ur sem hafði náðst svo þetta var ágæt­is áminn­ing frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum um að við séum að borga alltof háa vexti,“ seg­ir Bjarni.

Viðtalið birt­ist fyrst í Morg­un­blaðinu 21. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK