Aldrei fleiri viðskiptavinir í Vínbúðinni

„Ég held það hafi aldrei komið fleiri viðskiptavinir í Vínbúðina …
„Ég held það hafi aldrei komið fleiri viðskiptavinir í Vínbúðina á einum degi en á þessari Þorláksmessu, “ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Metfjöldi landsmanna verslaði í Vínbúðinni á Þorláksmessu. 46.000 lögðu leið sína í Vínbúðir landsins 23. desember þetta árið, eða tæplega áttundi hver Íslendingur.

„Ég held það hafi aldrei komið fleiri viðskiptavinir í Vínbúðina á einum degi en á þessari Þorláksmessu, “ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við mbl.is.„Það gekk bara ótrúlega vel.“

Opið var til klukkan 22 í öllum verslunum Vínbúðarinnar á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu, sem og í þremur stærstu útibúum Vínbúðarinnar á landsbyggðinni. Annars staðar var opið til klukkan 19.

Venjulegur opnunartími er í Vínbúðum í dag, föstudaginn 27. desember, um helgina og á mánudag. Á gamlársdag verður opið frá klukkan 9 til 14 á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi, en frá 10 til 13 annars staðar.

Opið var til klukkan 22 í öllum verslunum Vínbúðarinnar á …
Opið var til klukkan 22 í öllum verslunum Vínbúðarinnar á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu, sem og í þremur stærstu útibúum Vínbúðarinnar á landsbyggðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK