Edda Sif mun stýra nýju dótturfélagi OR

Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri CarbFix …
Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri CarbFix um árabil, mun stýra nýja félaginu. Ljósmynd/Arctic circle

Sveitarfélögin þrjú sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur staðfestu nýlega á eigendafundi ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að stofna opinbert hlutafélag um kolefnisbindingaraðferðina CarbFix, en sú aðferð hefur verið nýtt undanfarin ár við Hellisheiðarvirkjun. Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri CarbFix um árabil, stýrir nýja félaginu.

Eins og fram hefur komið í fréttum mbl.is um hið nýja félag er markmið OR með því að skilja verkefnið frá kjarnastarfseminni að koma í veg fyr­ir að vax­andi starf­semi Car­bFix trufli annað rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starf inn­an OR, af­marka og draga úr fjár­hags­legri áhættu fyr­ir grunnþjón­ustu OR, ná aukn­um ár­angri í lofts­lags­mál­um og standa vörð um hug­verka­rétt að verk­efn­inu. Nýja fé­lagið verður al­farið í eigu OR.

Car­bFix-verk­efnið var sett á fót sem alþjóðlegt vís­inda­sam­starf OR, Há­skóla Íslands og er­lendra vís­inda­stofn­ana árið 2007. Aðferðin er enn í þróun og OR leiðir nú tvö fjölþjóðleg rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­verk­efni, sem eru af­sprengi Car­bFix; Car­bFix2 og GECO . OR og sam­starfsaðilar að verk­efn­un­um hafa hlotið marg­vís­lega alþjóðlega styrki til þró­un­ar á aðferðinni, mest úr rann­sókn­aráætl­un­um ESB. Þannig fékk GECO-verk­efnið um tvo millj­arða króna úr Horizon 2020 áætl­un ESB. Stefnt er að því að nýja fé­lagið sæki áfram um slík fram­lög.

CarbFix hefur á Hellisheiði þróað aðferð við að dæla koltvíoxíði …
CarbFix hefur á Hellisheiði þróað aðferð við að dæla koltvíoxíði ofan í jörðina. mbl.is/RAX

Kostnaður við kol­efn­is­förg­un við Hell­is­heiðar­virkj­un með Car­bFix-aðferðinni er um 3.000 krón­ur á hvert tonn kolt­víoxíðs. En von­ast er til að með frek­ari þróun aðferðar­inn­ar og stærðar­hag­kvæmni geti kostnaður­inn víða orðið enn lægri en þetta er ívið lægri kostnaður en við að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir á evr­ópsk­um markaði þessa dag­ana. Verðið er sveiflu­kennt en er nú um 3.300 krón­ur fyr­ir tonnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka