Andri Már Ingólfsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi flugfélagsins Primera Air, vinnur að stofnun ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays.
Andri er skráður fyrir léninu Aventura.is og í dag var auglýst eftir starfsfólki á vefnum Alfreð, að því er Turisti.is greinir frá.
Á Alfred.is kemur fram að ferðaskrifstofan hefji rekstur í janúar og muni „bjóða Íslendingum spennandi ferðaframboð með því að nýta sér sér nýjustu tækni í þróun bókunarkerfa til að finna hægkvæmustu ferðir fyrir viðskiptavini sína“.
Primera Air var úrskurðað gjaldþrota á síðasta ári og tapaði Arion banki tæplega þremur milljörðum króna vegna þess.